Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ruddalegustu hjátrú sinnar aldar, að astrólógíu einni undan tekinni. Indland á þann heiður eins og Kína að hafa alið nokkra af fáum andlega háttstæðum stjórnmálaleiðtogum ald- ar vorrar. Bæði löndin stóðu á svip- uðu þróunarstigi við upphaf þjóðlegs sjálfstæðis, annað fyrir átta, hitt fyrir tíu árum. Stjórnir beggja landa gera sér ljóst að framfarir í löndum sem þannig eru stödd eru óhugsandi nema í mynd einhvers konar sósíalisma. Grundvallarhugmynd og grundvallar- markmið er hið sama í báðum lönd- um, en stigmunur er á einbeitni í framkvæmd. Ég minntist á lagahöml- ur gegn böðum í Ganges. Fullkomið bann við svo heilsuspillandi fram- ferði, sem hver einasta borgarstjórn í Evrópu gæti sett með einfaldri lög- reglusamþykkt, mundi jafngilda stjórnarbyltingu á Indlandi. En á Indlandi hefur engin bylting orðið og mun ekki verða. Kínverska kerfið vindur sig fram á róttækari hátt. Stöðugar opinberar áróðursherferðir eru ein af áhrifa- drjúgum aðferðum þeirra, hugmynd- irnar eru runnar frá forustunni og er dreift út meðal almennings um áróð- ursnefndir í tengslum við flokkinn. Sem dæmi má nefna — án þess að kveða upp um þau nokkurn dóm — leiðréttingaherferðina á síðastliðnu vori, sem var stj órnmálaeðlis; eða málbreytingaherferðina sem hugsuð er í kynslóðum, en hefur að lokamarki sameiginlegt tungumál, sem gæti boð- að útrýmingu mállýzkna í Kína. Ná- lægasta markmið þessarar hreyfingar er að skipta um hið umsvifamikla táknletur og setja í staðinn mandar- ínamál ritað latínuletri. Áróðursher- ferð af þessu tagi væri óhugsandi á Indlandi eins og stendur, þar sem 14 þjóðtungur eru staðfestar í stjórnar- skránni, en það nálgast í rauninni lög- festingu á hámarki tungumálaerfið- leika; auk þess eru 80% Indverja ó- læsir og hafa engan áhuga á stafsetn- ingu. Hvorki frjálsa né skyldubundna kennslu fullorðinna er hægt að fram- kvæma á Indlandi, af því að hvorki eru til nægir skólar né kennarar til að sinna henni eins og er, en aftur á móti er þegar búið að kenna meirihluta fullorðins fólks í Kína það mörg rit- tákn að það getur lesið dagblað, og komin er á skólaskylda fyrir börn. Til samanburðar við syndaþvottinn í Ganges get ég nefnt sérkennilega kínverska áróðursherferð sem stóð yfir meðan ég var í Peking, en hafði ekki háleitara markmið en að fá fólk til að þvo af sér venjulegan skít, án nokkurra háspekilegra undirmála. Þetta var einföld herferð gegn flug- um, músum, kornetandi spörfuglum og hrækingum á götum úti. Þessi her- ferð virtist vera nærri hámarki í Pek- ing 22. desember, sem var sunnudag- ur. Þennan dag höfðu skólarnir verið valdir til að ganga fram fyrir skjöldu. Ollum var skipað út til að hlusta á 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.