Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 37
AUSTRÆNIR LÆRDÓMAR heilsuverndargarpana, allir Pekingbú- ar voru á götunum. Námsfólk í skóla- einkennisbúningum, jafnvel börn, prédikuðu gegn sýklaberunum í hljóðnema á hverju götuhorni, með hálfgerða hermennskutónlist að und- irspili, endalausar fylkingar úr æsku- lýðsfélögunum marséruðu um göturn- ar, báru risavaxnar myndir af hús- flugum og öðrum svipuðum skor- kvikindum á stærð við nautgripi, svo að þau litu út eins og kynjadýr, þrum- uðu gegn þessum óþrifum með stór- kostlegri mælsku, úthúðuðu ekki að- eins heimskum spörfuglum, heldur fordæmdu engu síður þann sóðalega kínverska vana að vera síhrækj andi á opinberum stöðum, og heimtuðu að öll þjóðin tæki að nota hrákadalla. Þess konar herferð væri óhugsandi á Indlandi, þar sem flugnadráp er bannað af trúarlegum ástæðum, og fólkið trúir auk þess ekki á sýkla. Ef draga skal saman það sem ég lærði um Kína og Indland, verður niðurstaðan í stuttu máli þessi: Þarna eru tvö stærstu þjóðlönd veraldar, þúsund milljónir manna; í vissum skilningi kjarni mannkynsins. Segja má að sé litið á Evrópu frá þessum löndum þá virðist hún algerlega á út- kjálka veraldar, og þannig hefur það alltaf verið, enda þótt við Evrópubúar höfum öðru hverju komið þeim fyrir sjónir sem duglegir leiðangursmenn. En dæmi Alexanders mikla skýrir ágætlega hvílíkar dægurflugur fræg- ar evrópskar árásir á þessar þjóðir hafa verið. Við lærum ennþá í vest- rænum skólum að þessi reyfari hafi verið eitt mesta mikilmenni og einn hinn mesti sigurvegari allra tíma. Þessi vestræni skólabókalærdómur er studdur þeirri fullyrðingu að hann hafi jafnvel lagt undir sig Indland. Sennilega er það rétt að Alexander hafi komizt alla leið austur í Punjab. En hvergi í sagnaritum Indverja er svo mikið sem minnzt á þennan stór- kostlega vestræna sigurvegara. Ind- verjar tóku hreint og beint ekki eftir því að hann kom. Þeir hafa sennilega haldið að hann væri ekki annað en einn sikh-inn enn. Austurlönd hafa fyrr á öldum eink- um kynnzt Vesturlandabúum sem ætt- bálki greindra sjóræningja, ættuðum af fjarlægustu útskögum veraldar. Þeir þekkja okkur ennþá að því að vera happadrýgstu nytjendur auð- linda á jörðinni. Þeir vita líka að Vesturlandamenn hafa haldið áfram sjóræningjastarfinu með því að finna upp peninga í nútímaskilningi orðs- ins: söfnun auðmagns, lánakerfi, fjár- festingu. Vesturlandabúar hafa líka fundið upp verkfæri í nútímaskiln- ingi: vélar. Indland og Kína eiga litla peninga og fá verkfæri í nútímaskiln- ingi þessara orða. En ef þessar auðugu þjóðir sem eiga peninga og verkfæri skilja ekki að skólabókagullöld sjóræningja og 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.