Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 39
GUÐBERGUR BERGSSON Tvær tilraunir i Tunglskin er hár álfkonunnar. Fölt er skin yfir svörtu hafi. Þegar dauðinn ríður hjarn í líki næturinnar marka ekki hófar ís. Tunglskin er hár álfkonunnar og fölt er andlit mannsins, fölt eins og skin á hafi. Ekki mun sá sem rýfur kyrrð, ekki mun sá sem storkar auðn, ekki mun sá sem lítur auga nætur, ekki mun sá sem rýfur frið þjóðar eiga afturkvæmt í mannheim. Frostsins augu eru brotin og vökult er auga djúpsins, vökult eins og glit stjörnu. 141

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.