Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Page 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR atriðum. Það má ekki taka þessa greiningu of bókstaflega, ég ætlast ekki til annars en hún sé hjálpartæki til bráðabirgða. Það er t. d. miklu örðugra nú á dögum að draga ná- kvæm mörk milli slíkra stílflokka vegna þess að blöndun stíltegunda er ekki endilega nein ósvinna í augum nútímarithöfunda, á sama hátt og nú eru mörkin sem greina að stíl skáld- skapar og stíl óbundins máls miklu óvissari heldur en þau voru í latínu, éða t. d. í íslenzkum fornbókmenntum þar sem málið sjálft var í rauninni annað í skáldskap en í óbundnu máli. En í dag getur skáldskapur stundum veriö nálægur óbundnu máli, og óbundið mál hefur tekið mörg lán hjá Ijóðlistinni. Með þessum fyrirvara ætla ég sem sagt að hætta á að segja að stíll Brekkukotsannáls sé „lágur“ stíll. Nokkur einkenni hans eru alþýðleiki, einfaldleiki, yfirbragð daglegs máls. En það sem mér virðist einkum ein- kenna þennan stíl er, mér liggur við að segja, hinn aðalsborni frjálsleiki hans, sá frjálsleiki er hinn mikli mun- ur á stíl Brelckukotsannáls og þeim stíl sem Halldór Kiljan Laxness hefur skrifað, með margskonar tilbrigðum þó, að sjálfsögðu, síöan í íslands- klukkunni. Hinu ber ekki að neita að Halldór hefur oft skrifað alþýðlegan stíl áður, þ. e. a. s. í skáldsögum sín- um milli 1930 og 1940, sérstaklega í bókunum um Ólaf Kárason. Stíll Brekkukotsannáls minnir dálítið á stíl þeirra bóka. En munurinn er athyglis- verðari en líkingin. Tóntegund Brekkukotsannáls er miklu lægri; í bókunum um Ljósvíkinginn er hinn „lági“ stíll að einhverju leyti tilviljun háður, en list Brekkukotsannáls bygg- ist á vísvitaðri notkun þessa stíls. Lík- ingin við stíl Atómstöðvarinnar er einnig nokkur, og ef til vill lærdóms- ríkari, en stíll þeirrar bókar er miklu stuttaralegri, hraðari heldur en stíll Brekkukotsannáls. Málið á bókinni er beygt undir stíl- inn. Sú málhreinsunarstefna sem Halldór Kiljan Laxness hefur fylgt undanfariö varð nú að víkja nokkuð fyrir kröfum stílsins. Á bls. 44 stend- ur um hest að hann sé sóttur „til brúkunar“,það er talaö um „pensúm“ og „danska rómani“ (bls. 70, 71), einhvers staðar er jafnvel notuð sögn- in að „útsirkla“, og „hukla“, „litterer“ er að vísu innan gæsalappa (bls. 68). Það er sem sagt fariö heldur varlega í sakirnar; væntanlega fara menn ekki að tala um málspjöll, en ég get ekki að mér gert að spyrja hvort Hall- dór hefði ekki sýnt brústeinunum í Alþýðubókinni meiri vægð ef hann hefði verið að undirbúa endurútgáfu þeirrar bókar meðan Brekkukotsann- áll var í smíöum. Orðin „sumsé“ og „nú“ eru mikið notuð (á fyrstu síðu bókarinnar: „. . . þá kom það nú sum- sé í minn hlut að standa uppi utan foreldri ...“, „Til þess að gera nú 154

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.