Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 53
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL lánga sögu stutta . ..“) hvort tveggja orð sem færa stíl bókarinnar nær al- þýðu- og talmáli. Enn má geta þess að stundum rekst maður á setningar sem nálgast að vera skopstæling (íslenzks) minn- ingastíls, svo sem á bls. 26 hina klass- ísku setningu: „Að þessu mun ég víkja síðar.“ Stíll Brekkukotsannáls er þrátt fyr- ir þetta ákaflega skáldlegur, en skáld- leikinn er með einhverjum hætti bein afleiðing af hinni lágu tóntegund, hann skapast af sjálfri hófsemi máls- ins. Það er þetta sem gerir stíl bókar- innar svo merkilega heillandi. Ég vil taka til dæmis bls. 214—215: Álf- grímur situr fyrir utan hús forsöngv- arans og er að „bíða eftir skugga“. Hvernig hin einföldustu tæki geta nægt til að skapa hinn æðsta skáld- skap, það sjáum við á þessum síðum; þær minna á kínversk Ijóð, þar sem fegurðin byggist á endurhljómi orð- anna í þeim veruleika sem ljóðið seg- ir ekki frá, á andsvari hins ósagða. Loks vil ég minnast á kímni þessar- ar bókar, þá kímni sem er bókstaflega samrunnin stílnum eða réttara sagt málinu. (En aðrar tegundir kímni eru líka í fírekkukotsannál, stundum meira að segja stórkallaleg kímni.) Að þessu leyti svipar Brekkukotsann- ál mjög til Gerplu, nema í síðarnefndu bókinni er háðið aðaleinkenni, en í þeirri fyrrnefndu snýst kímnin sjald- an upp í háð. í Gerplu er því tak- marki þegar náð að háðið liggur sjaldnast á yfirborðinu heldur felst það í einhverjum nærri óáþreifanleg- um blæbrigðum málsins, og kemur ekki í ljós nema mjög vel sé lesið. Sama er að segja um Brekkukotsann- ál. Til skýringar máli mínu læt ég mér enn nægja að tilnefna eitt dæmi: átt- unda kapítula, lýsinguna á innbyggj- urum miðloftsins. í þeim kapítula kemur þessi tegund kímni einna skýr- ast fram í bókinni: sögumaður, finnst okkur, leyfir sér aldrei að hlæja upp- hátt, hins vegar hverfur brosið aldrei alveg úr munnvikjunum. Einhverjum kynni að virðast að þessi stíll, sem ég hef leyft mér hér að kalla lágan stíl, sé um flest ómerkari og auðveldari en hinn „hái“ stíll. Það væri þó mjög óvarlega ályktað. Mér er að vísu ljós sá geysilegi agi sem stílsköpun slík sem í Islandsklukkunni og Gerplu hefur krafizt, en mér er til efs að stíll Brekkukotsannáls sé mikið vandaminni. Vandinn felst í því að gera þann stíl svo úr garði að hann sé „lágur“ án þess að vera lágkúra (sam- kvæmt stílfræði Þórbergs Þórðarson- ar). Og raunar held ég að sá vandi sé meiri á íslenzku en flestum skyldum málum. Fáum íslenzkum höfundum hefur tekizt að skrifa þennan stíl; og kannski fáir reynt. En í Brekkukots- annál hefur Halldór Kiljan Laxness leyst þennan vanda þannig af hendi að þegar maður hefur lesið nokkra kafla þeirrar bókar verður manni að 155

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.