Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 56
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einu sinni fram á menntastarfi allra hinna ónefndu forfeöra okkar, á hinni epísku hefð sem íslenzk þjóð hefur lifað með, og ekki heldur tala ég um þá bókmenntalegu stefnuskrá Halldórs sem ef til vill má lesa út úr inngangi þessa kafla. En ég hygg að megi sjá í sjálfum þættinum af Snorra presti nokkurskonar spegil sem BreJckukotsannáll speglast í, og þyrfti engan að furða á því í þessari bók sem er öll gerð úr speglunum og end- urspeglunum. Hinn einfaldi gerplu- stíll þessa þáttar er þá andstæðan sem teflt er á móti þeirri gerplu nútímans sem Brekkukotsannáll er, þar sem allt hlýtur að vera hvikulla og göróttara, um það er lýkur. Þegar Garðar Hólm kemur inn í fimmtánda kapítula hefur tilkoma hans þegar verið undirbúin, í fimmta kapítula: Tvœr konur og ein mynd; við vitum undireins að hann er ekki nein venjuleg viðbót við sæluheim Alfgríms. Fyrsta heimkoma Garðars Hólms er fyrsta heimsókn örlaganna. Eftir að við höfum lesið hinn óvið- jafnanlega kapítula (XVI) um gest og eftirlitsmann býður okkur í grun að við séum ekki að hlýða á mót- sagnalausa pastoralsymfóníu heldur harmsögu. En hljómur örlaganna þagnar aftur í átjánda kapítula: „Hef ég nú gleymt konu úr Landbroti útaf þessum feikna saung við Austurvöll — sem auðvitað aldrei varð neinn.“ Nei, konan úr Landbroti hafði ekki gleymzt, og ekki heldur Jón Afi, en tíminn, „yfirnáttúrlegur og óvinnan- legur ofjarl als sem er“, er að vísu héðan af ein af persónum sögunnar, titill nítjánda kapítula eyðir öllum efa um það: Morgunn eilífðar; endir. Garðars þáttur II tekur yfir 23.— 27. kapítula, síðan hefjast aftur minn- ingarnar, frásagnir af Draummanni og Chloe, Rakarafrumvarpið, þar inn á milli er vikið að Blæ. Þrítugasti og fjórði kapítuli, Þriðja heimkoma Garðars Hólms: héðan af eru hin tvö temu bókarinnar sameinuð. Sögu þessari, sem á ytra borðinu er skipulagslaus, er þannig haldið saman hið innra af styrkri grind. Halldór Kiljan Laxness hefur hér not- fært sér til hins ýtrasta aðferð sem snemma sér merki hjá honum, og þó einkum í /slandsklukkunni og Gerplu, það er hin kontrapúnktíska aðferð ís- lendingasagna: að skeyta saman ólíka þætti, að rjúfa „söguna“ með köflum sem ekki virðast koma henni við, og í öðru lagi að hefja söguna með tveim eða fleiri þráðum sem eru ekki full- vafðir saman fyrr en undir lokin. Nú ætla ég að ljóst megi vera orðið að ,,brotalömin“ á byggingunni og stílnum, sem við vorum að velta fyrir okkur áðan, getur ekki talizt galli bókarinnar. Hún er aðferð hennar. Hjarðljóð og hetjukviða samtvinnuð. Harmsagan í ljósi tærrar bernsku; hamingja bernskunnar í skugga ör- laganornarinnar. Og nú sjáum við að 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.