Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Blaðsíða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vík er aðeins tilvonandi höfuðborg og að Brekkukotsannáll kynni að gerast — hér um bil — á árunum 1890— 1910 eða kannski 1895—1915, (það eru þó nokkrar all-nákvæmar tíma- setningar í sögunni: tilkoma togara- útgerðar, Búastríð; og á einum stað getur Álfgrímur þess jafnvel að í hans bernsku „voru (íbúar höfuðstaðar- ins) farnir að nálgast fimta þúsund- ið,“ bls. 13.) Reykjavík var lítil þá, það er rétt. En mér er nær að halda að jafnvel þó við litum nokkuð aftur til 19. aldar kæmumst við að raun um að hún hafi þá þegar verið stærri heldur en sú Reykjavík sem við sjá- um í Brekkukotsannál. (Það er rétt að taka fram, til að valda ekki mis- skilningi, að ég á ekki sérstaklega við landfræðilega stærð eða fólksfjölda, heldur, ef svo mætti segja, þjóðfélags- lega stærð.) Af þessu má draga þá ályktun að Reykjavík bókarinnar er ekki Reykjavík, heldur tákn fyrir Reykjavík. Það má segja að reglunni mikrokosmos = makrokosmos sé hér snúið við, þó að sá „stórheimur“ sem hér er gerður að „smáheimi“ sé að vísu ekki stór nema í mjög afstæðri merkingu. Og um leið og ljóst verður að Reykjavík Breklcukotsannáls er ekki hin raunverulega Reykjavík um aldamótin, þá getum við stigið skref- ið áfram og sagt að hún megi með jafnmiklum rétti teljast tákn Reykja- víkur í dag, og raunar ekki aðeins Reykjavíkur heldur íslands alls, og alls þjóðfélags okkar. Smæð þess þjóðfélags verður ekki lengur afstæð heldur alger, það er reductio ad ab- surdum: afleiðingar þeirrar smæðar verða hér sýndar í hinu skærasta ljósi. Það kemur því hið sama á dag- inn og í öðrum sögum Halldórs, hið þrönga svið er í fyrsta lagi smámynd eins lands, eins þjóðfélags, og freist- andi væri að halda því fram að „stór- heimur“ Brekkukotsannáls sé tak- markaður við Island eitt: svo sérís- lenzk eru mörg vandamál lians. En hættum ekki á það, við kynnum að reka okkur á fyrr en varir. Tákn borgarastéttar þessarar til- vonandi höfuðborgar er einn kaup- maður, ein „búð“. Ritstjórinn, þjóð- bankastjórinn, og jafnvel konungs- ráðgjafinn hverfa í skugga Gúðmún- sens, og eru ekki til nema í hans þágu. Lýsingin á Gúðmúnsen hefur sumum virzt vera næsta meinlaust grín. Ég er ekki viss um að grínið sé alveg mein- laust. Hann er vissulega skringilegur, og þó aumkunarverður um leið. Hann er menningarlaus. Borgarastéttinni á íslandi hefur löngum verið borið á brýn að hafa ekki tekizt að skapa ís- lenzka borgaramenningu. í öðrum löndum hefur sú stétt haft tíma til að mynda sér háþróaða menningu, slíkt hefur ekki orðið á íslandi. (í því sambandi er athyglisverð andstæðan milli Gúðmúnsens og konu hans, sem er dönsk.) En Gúðmúnsen hefur kom- izt að raun um það að enda þótt sjálf- 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.