Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hefur einnig áður verið tekin til með- ferðar af Halldóri, í Siljurtúnglinu. Og hinn dýpsti mannlegi harmleikur Brekkukotsannáls á rætur sínar í henni. Fákunnátta þeirra í Brekkukoti og Hringjarabænum um frægð Garðars Hólms verður ekki skilin á þann veg að þau trúi ekki á þessa frægð; það er aðeins hin gamla saga um karl og kerlingu í kotinu sem þekkja ekki son- inn sem hefur farið burt að sigra heiminn, og sjá reyndar ekki nauðsyn þess að sigra heiminn. Hvað veit sjálf móðir Garðars Hólms og hvað veit hún ekki? Að minnsta kosti hefur hún staðið úti í rigningunni jafnlengi og Álfgrímur í von um að heyra son sinn syngja. En hún notar tækifærið til að kaupa um leið vínirbrauð og snúða handa syni sínum uppi á hey- loftinu. Hún hefði þó mátt búast við að hann yrði annars staðar að nátt- verði eftir sönginn! Mótsagnir? Slíkt, og annað þessu líkt í bókinni, segja menn, gerist ekki í veruleikanum. Ónei, slíkt gerist víst ekki í veruleik- anum. Það hefur líka verið bent á að Adrian Leverkúhn sé óhugsanlegur sem raunveruleg persóna. Eigi að síð- ur er Doktor Faustus einhver sann- asta bók sem rituð hefur verið um okkar tíð. Menn hafa velt því fyrir sér hvort Brekkukotsannáll sé bókin um „fánýti frægðarinnar“ eða hvort vandamálið frægð sé honum með öllu fjarri. Ég er hræddur um að þannig framborin sé spurningin full einföld. Sannleikur- inn er sá að Garðar Hólm er hvort tveggja frægasti maður Islands og sjómaður á Jótlandi. Þar með verð- um við að breyta viðhorfi okkar til þess rökfræðilega ósamrýmanleika sem auðsj áanlega hefur verið ýmsum sem þyrnir í holdi. — Því við megum ekki gleyma því að Halldór Kiljan Laxness hirðir ekki allajafna um að semja verk sín eftir reglum klassískr- ar rökfræði, það er að mínu áliti með athyglisverðustu sérkennum hans sem rithöfundar. Lesendur verða að virða vel þó ég geri ekki annað en víkja að því hér; það mundi bera mig mikils- til of langt að gera því merkilega við- fangsefni nánari skil í þessari stuttu grein. — Það þýðir ekki að segja sem svo að Garðar Hólm sé ekki hugsanlegur sál- fræðilega, sé ekki rökfræðilega „rétt- ur“; hann er „réttur“ og „sannur“ — nefnum hlutina með nafni — díalekt- ískt. I stað þess að útskýra atburðina með rökfræðilegum vangaveltum hef- ur Halldór oft álitið mikilvægara að setja fram tvær setningar, tvær hliðar máls eða persónu, sem rekast óþyrmi- lega á: sannleikurinn kann þá að birt- ast í leiftrinu sem verður við árekst- urinn. Þannig er náttúrlega jafnfjarri sanni að segja að í Brekkukotsannál sé frægðin alls ekki til umræðu eins og hitt að Brekkukotsannáll ræði um 164
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.