Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Qupperneq 69
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ijósi: andspœnis öldungnum sem er bugaffur undir ofurþunga eymdarinn- ar, ofurseldur sem þolandi hverju at- viki ■— birtist hin ójarðneska gleði sem er send okkur frá bústað guð- anna, og gefur okkur í skyn að hetjan fremur sína œðstu athöfn sem alger þolandi. Sú athöfn nœr langtum lengra en líf hans, aftur á móti haja hinar meðvituðu athafnir fyrr á ævi hans aðeins gert hann að þolanda. Þannig er atburðajlœkja Odípussagn- arinnar, óleysanleg dauðlegu auga, smámsaman rakin í sundur — og við Jyllumst hinni dýpstu mannlegu gleði gagnvart þessari guðlegu samsvörun við díalektíkinni. (Die Geburt der Tragödie, 9 (1872)) Þrátt fyrir allt þá eru báðum nokkr- ir púnktar sameiginlegir. Mér virðist þessi ummæli einnig geta gefið nokkrar ábendingar um harmleik Garðars Hólms og ljósið sem að lokum skín í myrkrunum, þó það beri ekki ákaflega skæra birtu.1 En er ekki leyfilegt að telja að sá umburðarlyndisandi sem ríkir í Brekkukotsannál höfði sérstaklega til tímans sem er að líða? Það er óhætt að segja að hið mikla hlutverk sem bíður mannsins sé að sætta umburðar- lyndið og hugsjón réttlætisins. En meðan það er ekki orðið má vel vera að umburðarlyndið sé mikilvægara en allt annað. Skoðanir manna munu vera mjög skiptar um Brekkukotsannál, og kunna að vísu að liggja allskonar ástæður til þess. Þegar ég hafði lesið bókina fannst mér að Halldór Kiljan Laxness hefði skrifað hér verk sem hlyti að ná mikilli hylli, að minnsta kosti með íslenzkri alþýðu, slík per- sónugerving hins íslenzka lánleys- ingj a sem Garðar Hólm er, en lánleys- inginn er ástfólgnari okkur en allir sigrihrósandi gæfumenn. Ég er ekki enn fallinn frá þessari skoðun, en ég þykist nú sjá að öðruvísi kunni að fara, — í bili. í fyrsta lagi getur verið að form bókarinnar vefjist fyrir mönnum. í öðru lagi má vera að gagnrýnin á ýmsum eðlisþáttum fs- lendinga komi illa við okkur, jafnvel frekar en í mörgum öðrum bókum Halldórs. Þriðja ástæðan kynni að 1) Einu má ekki gleyma í þessu sambandi: það er að hlutföll harmleiksins í Brekku- kotsannál eru algerlega mannleg. Þar er ekkert hlutverk fengið yfimáttúrlegum öflum í andstæðu við það sem svo oft hefur tíðkazt í harmleikjum. Lítum t. d. á kaflann um söng Garðars Hólms í kirkjunni, þar sem söngvarinn lætur yfirbugast. Þann kafla er ómögulegt að lesa án þess að sjá í honum Faust-mótíf: Faust ávarpar lærisveinana og gerir þeim ljóst að hann er bráð djöfulsins (Volksbuch, Th. Mann). En hér, í Brekkukotsannál, er enginn djöfull og þá ekki heldur neinn guð. Harmleikurinn er í einu og öllu bundinn mannlegum örlögum. Einkenni sem sameiginlegt er öllum höfuðverkum Halldórs Kiljans Laxness: að virða manninn jafnhátt og ýmsir aðrir hafa virt guð og andskota. 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.