Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1958, Side 70
ATHUGASEMDIR UM BREKKUKOTSANNÁL liggja í þeim pyrrhonisma sem ég var að tala um, í því að von bókarinnar íer ákaflega lágt. Þannig getur farið svo að mörgum muni sjást yfir hve stóra gjöf Halldór Kiljan Laxness hefur gefið okkur með þessari bók. Habent sua fata li- belli. Sumar bækur eru þannig að ágæti þeirra er mjög fljótlega viður- kennt af öllum, svo að sú einróma viðurkenning getur jafnvel haft lam- andi áhrif, það er eins og hún frysti verkið í kyrrstöðu fullkomnunarinn- ar. Onnur verk, og mörg mjög mikil verk, eru þannig gerð að öldum sam- an hætta menn ekki að brjóta heilann um hvert sé hið raunverulega gildi þeirra. Ætli það séu ekki hin frjóustu verk? Ég hef nú aðeins talið fátt eitt til af því er lestur þessarar bókar, sem í mínum augum er eitthvert auðugasta verk höfundar, hefur leitt fram í huga minn. Ef einhver spyr mig hvort ég hafi alveg gleymt að gagnrýna bók- ina, eða hvort ég haldi að hún sé al- fullkomin, þá get ég svarað því til að aðrir hafa þegar talið bókinni svo margt til ávirðingar, í hálfkveðnum orðum eða alkveðnum, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar nokkru við. Vissulega getur verið fróðlegt að taka til athugunar „galla“ þá sem jafnvel hin mestu listaverk eru sjaldan laus við, — einkum að þvi leyti sem þeir varpa skærara Ijósi á kostina, á sama hátt og stórmenni virðast ennþá meiri ef því er ekki gleymt að þau voru menn. Baudelaire sagði líka að stórsnillingum skjátlað- ist aldrei til hálfs, hjá þéim væri allt afskaplegt, líka gallarnir. Þrátt fyrir það trúi ég að bókmenntaskýring ætti einkum að hafa að takmarki að leiða í Ijós í hverju ágæti bóka felst, því það er ekki alltaf öllum jafnljóst. Gallarnir liggja frekar í augum uppi; þess vegna er oftast næsta óþarft að skrifa um vondar bækur. Að svo mæltu vona ég að lesendur taki það ekki illa upp þó ég láti í Ijós, án frek- ari orðalenginga, þá hógværlegu skoðun mína að Brekkukotsannáll sé „gallalausasta“ listaverk Halldórs Kiljans Laxness. 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.