Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 17
BOKMENNTIR I BLINDGOTU 4. Grátt mannlíf herbúðanna er einnig ramminn um söguhetjuna í skáldsögu Haavards Haavardsholm. Bókin segir frá fangabúðum í Þýzka- landi í síðustu styrjöld, þar sem ung- ur maður rifjar upp ömurlega ævi sína, snauða að gleði og hlýju, fyrst á barnaheimili, síðan á betrunarhæli og í fangelsi, — meðan hann bíður eftir því að verða tekinn af lífi. 5. Nils Johan Rud skrifar um ung- an pilt sem stelur híl föður síns og flýr að heiman bjarta sumarnótt ásamt vinstúlku sinni — til að bjarga henni úr óhrjálegu umhverfi og mega njóta hennar sjálfur. Flóttafólkið leit- ar hælis á afskekktu eyðihýli í leynum skógarins og er þar nokkrar vikur eins og Adam og Eva í Paradís — eftir syndafallið. 6. Ingrid, 35 ára, í skáldsögu Ase Rönning, er af sömu rótlausu og leit- andi ætt, „einmana í veröld sem einskis krefst af henni“. Hvorki sam- búðin við manninn né elskhugann fær svalað þeirri óljósu þrá eftir „ein- hverju óumræðilegu", sem ekki lætur hana í friði. Jafnskjótt og hún fær að vita að hún er ef til vill dauðadæmd kemst sálarstríð hennar í algleyming. Rönning lætur kaþólsku kirkiuna leysa vandann: þar grunar söguheti- una hvar sálarfriðinn og hina vfð- feðmu ást sé að finna(!') 7. Annar höfundur sem lifir í kristilegum hugmyndaheimi er Alfred Hauge. í skáldsögu hans er söguhet'- an miðaldra bankastjóri, sem notar sumarleyfið til að rifja upp fortíð sína. Hann er einnig á hnotskóg eftir „voldugri ástríðu“, en kemst að raun um að ævi hans hefur einkennzt af eigingirni, kaldlyndi og hugleysi. Stef bókarinnar er gamalkristilegt: synd, sekt, afplánun. 8. Terje Stigen skrifar nýja bók unr flóttamanninn á jörðunni, að þessu sinni heitir hann Asmund Armodson og er einyrki á afskekktri jörð á af- skekktum tíma. (Sagan er sagnfræði- leg.) „Orlögin“ hæfa hann, hann er dæmdur saklaus fyrir morð og flótta- ferill hans hefst. „Ef hægt er að draga nokkra lærdóma,“ segir Magda Thomassen, „af sögunni um Ásmund Armodson, sem „örlögin hælbitu og gerðu að þræli eitursins“, þá væru þeir helztir að lífið sé hlindingsleikur tilviljana, skollaleikur án tilgangs .. . Úr litríkri atburðaflækju, fáránlegu skopi, glettni og gamansemi rís held- ur óhrjáleg mynd af mannlegu hlut- skipti. „Fólk fæðist og deyr án afláts, að það skuli nenna því,“ segir Guri Ijósmóðir. Hún aðstoðar það hins- vegar af öllum mætti, og hefur einnig fundið upp kvaladeyfandi lyf: ..Hafðu alltaf sögu til taks, Ámund Armodson, hrífandi, svífandi, þar sem það grætur og hlær og líður grát- broslega.“ “ (Sem betur fer hafa nor- rænir rithöfundar ekki gripið til þessa ódýra heilræðis almennt.) 9. —10. Síðan kemur Ragnh’ld 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.