Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 27
BÓKMENNTIR í BLINDGÖTU
mestu óleyst, iðnvæðingin varla hafin
þrátt fyrir geysimikla efnahagsaðstoð
erlendis frá.) Tíminn sjálfur virðist
hafa annað eðli og gildi í sósíaliskum
þjóðfélögum en hinum kapítaliska
heimi.
Þessvegna er ég ekkert banginn við
að fullyrða: að liðnum tíu árum, og
jafnvel fyrr, munu vestrænum rithöf-
undum opnast dyr inn í framtíðina,
sem nú hefur verið þeim lokuð um
sinn. Þeir munu aftur verða skyggnir
á þau sögulegu rök, sem gerðu marx-
ismann að nauðsynlegu vopni á hend-
ur kapítalismanum.
Bernard Shaw hefur sagt: „Jafn-
skjótt og við trúurn ekki lengur því,
sem við höfum trúað til þessa, upp-
götvum við ekki einungis fjölda stað-
reynda sem mæla gegn hinni upphaf-
legu trú, heldur einnig að þessar stað-
reyndir hafa ævinlega verið rétt við
nefið á okkur.“
Það mun koma á daginn, þegar
áróðursblekkingar kapítalista hafa
orðið sér til háðungar, að hinn blóð-
ugi ferill kommúnismans fram til sig-
urs yfir hinum sönnu böðlum mann-
kynsins var hin eina færa leið. Einnig
rithöfundum mun skiljast að húman-
isminn er afstæður eins og öll önnur
hugtök, og því víðtækari sem hann
nær til stærri heilda og ber varanlegri
ávöxt. Að þyrma böðlum, vegna þess
að einnig þeir eru menn, og ofurselja
þannig milljónir varnarlausra og
hálf-skynlausra manna kúgunarvaldi
þeirra um alla framtíð -— það er
falskur húmanismi, ranghverfa
mennskrar samúðar, ef ekki hreinn
glæpur. Þetta mun rithöfundum m. a.
verða ljóst. Og þeir munu skilja til
fulls, að ef beitt var hörku og mann-
úðarleysi á Stalínstímabilinu í Rúss-
landi, þá liggja rök þeirrar grimmdar
ekki í kenningum eða eðli konnnún-
ismans, heldur þeim þróunarskilyrð-
um sem kapítalisminn hefur veitt
fyrsta alþýðuríki heims: vagga þess
var mennskar og veraldlegar rústir
hrunins keisaraveldis, þar sem
grimmilegasta einræði hafði ríkt um
aldir; og áður en kommúnistar gátu
hafið hið nauðsynlega uppbyggfngar-
starf urðu þeir að hrinda af höndum
sér síendurteknum innrásum erlendra
leiguherja, sem auðvaldsheimurinn
atti gegn þeim í full fjögur ár. Þegar
uppbyggingin loks gat hafizt var engu
til að dreifa af fjármunum, efniviði
eða reynslu, og sízt aðfengnum lánum
eða aðstoð í neinni mynd — engu
nema hörku og einbeitni og sigur-
vilja. Þá þrjá eiginleika lagði auð-
valdið forystumönnum alþýðuríkis-
ins upp í hendurnar, það var tillag
þess til sósíalismans.
Þegar mikið er í húfi -— og hér var
allt í húfi! — duga engin vettlinga-
tök. Og það er einsýnt, að ef veik-
lundaðri maður en Stalín hefði
stjórnað þessu víðlenda ríki á örlaga-
árum sósíalismans, hefði nazistunum
tekizt áform sitt, og ef til vill væri
TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR
17
2