Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Evrópa enn í höndum þeirra. Á þess- ari skoöun eru fleiri en kommúnistar; margir heilskyggnir og fordómalausir blaðamenn og Rússlandssérfræðing- ar úr borgarastétt, sem um þetta tíma- bil hafa ritað, eru sammála um rétt- mæti hennar. Ég leyfi mér að vitna í ummæli Michel Gordeys, sem er fréttaritari íhaldsblaðsins France- Soir: „Hinsvegar verðum við að gera okkur ljóst, að hin geysi-hraða iðn- væðing, sem Stalín tók að sér að hrinda í framkvæmd, hefði ekki ver- ið möguleg án slíkra aðferða, og að þau vinnuafköst sem krafizt var af manneskjum og vélum voru óhjá- kvæmilegt skilyrði þess að ríkis- stjórnin -— og þjóðin — gætu mætt þeim þolraunum er síðar komu á dag- inn. Hver skyldu hafa orðið örlög Rússlands — og alls heimsins — eftir ofbeldisárás Hitlers, ef Sovétríkin hefðu ekki búið að árangri iðnvæð- ingarkapphlaupsins frá árunum 1929 til 1940?“ Húmanistar eiga í rauninni um tvennt að velja: að viðurkenna afrek Stalíns og þakkarskuld sína við hann, eða harma ósigur nazistanna. Onnur sjónarmið eru óraunhæf. Einnig þessi kafli sögunnar verður rithöfundum ljósari að tíu árum liðn- um en hann er í dag. Þegar óskhyggja þeirra fer að rætast, þegar breyttar aðstæður leyfa stjórnum alþýðuríkj- anna að slaka á klónni bæði félags- lega og menningarlega, þegar lífs- kjör almennings í alþýðuríkjunum eru orðin stórum betri en hér vestra og hin nýja menning fer að bera sín blóm, -—- þá munu þeir vissulega furða sig á tómlæti sínu og örvænt- ingu, og að þeir skyldu ekki fyrr hafa komið auga á leiðir þessarar þróunar, sem einmitt hlaut að verða þannig og enganveginn Öðruvísi. Að vísu væri æskilegra að rithöf- undarnir áttuðu sig nú þegar á stað- reyndum samtímans. Hin skáldlega ófreskigáfa hefur um skeið orðið sér til háðungar, og það væri sannarleg.i illa farið ef áfram heldur sem nú horfir, að skáldin verði dragbítar á þróun sögunnar meðan fært er. Það er vissulega tímabært að vest- ræn skáld hætti að vera grátkonur kapítalismans, flóttamenn aftur í kaþólskar miðaldir, ragnarakaspá- menn og brjóstmylkingar falskrar mannúðar. Það er sárgrætilegt að Sigurd Hoel skuli ekki vera einangrað fyrirbæri í rithöfundastétt, heldur sjálf rithöfundamanngerðin hér á vesturlöndum: skáld með stórfenglegt söguefni í höndum, sem hann eyði- leggur með kristilegri smáborgara- siðfræði. Vestrænum rithöfundum fer vissulega flestum eins og honum: Þeir koma auga á „hugsjónamanninn“, á „greifann sem kaupir skógjarðir“, á „stórbóndann“ handlangara hans, og á „kotbændurna“ sem ekki þekkja sinn vitjunartíma en láta egna sig til 18

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.