Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 31
UPPSKERA LYGINNAR við Kristjón: ,,Þú verður ekki tunglvörður rainn lengur. Þú ert hér með rekinn úr embættinu.“ Maðurinn í stólnum hafði ekki hugmynd um, við hvað ég átti. Kristjón glottir eins og inn í sjálfan sig, skýtur svo huganum aftur út í and- litið og segir: „Afneitarðu Djöflinum og öllum hans verkum?“ „Hann hefur aldrei verið svo einfaldur að biðja mig um greiða.“ Kristjón glottir aftur, en ég set hljóða vininn hæversklega út í hornið bak við peningakassann og smeygi mér úr kápunni og hengi hana á snaga á suður- veggnum. Svo fer ég að rölta um gólfið og skjóta orði og orði til Kristjóns, því að honum var létt um að sameina klippingu og spaklegar samræður við gesti sína. „Hvaða djöfuldómi af málverkum ertu búinn að klína hér upp um alla veggi?“ segi ég. „Þetta er þó ekki til að sýna klippingunum, að þú sért einn af þeirn, sem þykjast vera interíseraðir í listum? Ef þú ferð að spóka þig með soleiðis hundakúnstir, þá steinhætti ég að láta þig klippa mig.“ „Ég geri þetta fyrir málarann til að selja þau,“ svarar Kristjón. „Það er fallega gert. Málarar eru alltaf fátækir, og það er Guði þóknanlegt að koma verkum fátæklinga í peninga. Þú uppskerð fyrir þetta í astralheimum, ef þú tekur ekki prósentur fyrir það hérnamegin.“ „Ég tek ekkert fyrir það,“ anzar Kristjón. „Þá lendirðu varla neðar en á efsta plani í Helvíti. Það er sona eins og vestur á Snæfellsnesi. Djöfullinn fann upp prósenturnar til þess að koma Guðs börnum í hár §aman. Hvernig er nú tungan þar vestra?“ „Hún hefur alltaf verið góð.“ Ég fór nú að athuga málverkin. Þetta voru allt landlagsmyndir og málaðar í mínum anda, form og litir eins og í náttúrunni, engir tilburðir til að snúa út handaverkum Skaparans. Allt virtist standa í réttri stefnu hvert frá öðru, allir vegalengdir í réttu hlutfalli hver við aðra, fjöllin mátulesa há og dalirnir mátulega djúpir. Eftir þessum málverkum væri hægt að ferðast eftir kompá=. sirkli og hæðarmæli, og maður mundi þekkia af þeim hvert drag í landslaginu. Og ég fór að telja hverina í Landmannalaugum. Sona á að mála. hug-aði és. Að sameina hið fagra og sanna, „að stilla ei hjartnanna hörpur að nvju“, eins og Einar Benedik’sson orðar það. Hér vantar aðeins komnás=trikið og mæli- kvarðann neðan undir myndunum. Já, sona á einmitt að mála. Þetta eru vinnu- brögð allífsins. „Gerðu allt sem þú getur til að selja þessar mvndir,“ sem ég við Kristjón. ..Finnst þér þær ekki góðar?“ spyr Kristión. „Þær eiga brýnt erindi til þjóðarinnar á þessum rangaborðs- og uppskrúfs- 21

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.