Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 39
UPPSKERA LYGINNAR Ég gat ekkert sagt við þessum fréttaburði annað en þetta: „Ekki sagði Bessi mér söguna sona.“ En sakir veikleika míns fyrir staðreyndum, var ég deigur við að lýsa þetta ósannindi. Ef til vill hefði Bessi ekki vitað allt eða sagði mér ekki allt, sem hann vissi. Og þó að ég legði á mig mörg sporin út um bæinn og beitti allri þeirri kænsku, sem ég átti til, gekk mér mjög illa að komast að óyggjandi vissu um, hvort þessar sögusagnir, sem nú voru orðnar að abnanna- rómi í bænum, væru allar réttar eða að einhverju leyti uppspunnar af kjafta- kindum. Flestum bar saman um aðalatriðin: viskýflöskuna, smyglið og kvennafarið í skipunum og á Hótel ísland. Tilgangur minn að segja frá háttalagi Kristjóns fór gersamlega út í veður og vind. Það vildi enginn á það hlusta, nema fáeinir samherjar mínir í pólitík, að hann væri fórnarlamb spillts þjóðskipulags. Allir aðrir þverneituðu að þetta ætti nokkurn skapaðan hlut skylt við þjóðskipulagið. Niðurlæging Krist- jóns væri útrás frá meðfæddu, spilltu innræti, hvernig sem ég lagði mig í líma að sýna fram á tengslin milli niðurlægingarinnar og þjóðskipulagsins. Mig fór að dauðiðra eftir að hafa orðið til að koma þessum uppljóstrunum á gang, úr því að allt snerist svona við í höndum mér. Ég hafði sagt söguna einvörðungu í því skyni að afhjúpa þjóðskipulagið og vinna fólk til fylgis við sósíalismann, en ekki til að níða Kristjón, sem ég átti margt sæmilegt upp að unna. En ég reyndi að gera sekt mína minni með því að telja það víst, að Bessi hefði sagt söguna fleirum en mér og hann og þeir hefðu átt sína hlutdeild í að blása hana út um bæinn. Ég hætti að minnast á þetta við nokkurn mann, þegar ég hafði margreynt, að fólk var ófáanlegt til að skilja hrakfarir Kristjóns sama skilningi og ég. Mér óaði við, hvað sagan hafði vaxið í meðförum fólks, hvað mikið illt var búið að grafa upp um þennan aumingja mann, og hve ábyrgð mín væri hræðileg fyrir Guði, ef þetta skyldi allt hafa hlotizt af hinni knapp- orðu dæmisögu minni um spillingarmagnan þjóðskipulagsins. Það liðu margir mánuðir, líklega á annað ár. Ég fór í siglingu og dvaldist á erlendum baðströndum til þess að verða andríkur. Stúlka í glóandi gylltum sundbol slævði samvizkubit mitt út af umtalinu um Kristjón. Þegar ég kom heim, var allt orðið mér hálfvegis framandi í höfuðstað íslands. Ég heyrði engan minnast á Kristjón, og ég varaðist að nefna hann á nafn. Svo bar það við einn dag, að mér varð gengið þar fram hjá, sem ég átti von á rakarastofu Kristjóns. Hvað er nú? Allt annar gluggi! Ég stanzaði og hvessti augun. Aqua velva, Vitalis og Hair tonic horfin úr gluggakistunni. Glugga- kistan hafði verið breikkuð inn og raðað út í hana ýmiss konar smávöru: tölum, hnöppum, barnahúfum, krakkabrjóstnælum og leikföngum. Hvað hefur 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.