Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 43
UPPSKERA LYGINNAR Ég hafði einselt mér, þegar ég kom í dyrnar og sá ástand Bessa á dívaninum, að halda sálarjafnvægi mínu, hvernig sem orðaskipti okkar féllu. Ég stóð þegjandi, á meðan hann lét dæluna ganga, og einblíndi framan í hann, reyndi jafnvel að gera andlitið á mér svolitið uppljómað, og beið míns tíma. Þegar móðinn dró úr honum í grátklökkvanum og hann lyppaðist niður á dívaninn, hóf ég máls og talaði sett og stillt: „Heyrðu, vinur! Finnur þú enga sök hjá sjálfum þér? Sagðir þú mér ekki, að það væri viský í flöskunni og að Kristjón drykki heila viskýflösku á hverj- um degi. Sagðir þú ekki líka, að hann væri orðinn skjálfhentur af drykkju- skap, klippti ver en hann hefði áður gert og að þú þyrðir ekki að leggja þig undir hnífinn hjá honum? Var það ekki þú sem sagðir, að hann ætti hús vestur í bæ, sem hann sviki undan skatti? Og man ég það ekki rétt, að þú gæfir greini- lega í skyn, að menn smygluðu inn áfengi fyrir hann og hann útvegaði þeim stelpur í staðinn og að hann mútaði lögreglunni til þess að hún létist ekki vita af húsinu.“ „Ég ber ekki á móti að hafa sagt þér þetta,“ anzaði Bessi án þess að líta upp. „Annað hef ég ekki sagt fólki um Kristjón. Ég sagði aðeins það sem þú sagðir mér. En síðan hafa kjaftakindurnar logið svo og svo miklu inn í frá- sögn rnína. Og ég lét það oftast fylgja sögunni, að Bessi Bessason, gamall lærlingur Kristjóns og náinn vinur hefði sagt mér þetta.“ „Var það nauðsynlegt að bera mig fyrir þessu?“ spyr Bessi. „Já. með því verkaði sagan sannfærandi, og það var mér áhugamál. Ég sagði hana sem sé ekki til að sverta Kristjón, heldur sem rök fyrir spillingar- magnan auðvaldsskipulagsins, og þú skilur það, að það var áhrifameira að geta borið fyrir henni mann, sem var langkunnugur öllum högum Kristjóns og vissi þetta upp á sínar tíu fingur heldur en að liafa það eftir einhverjum Pétri eða Páli. Og ég hélt að þér sem sósíalista mundi þykja vænt um, að sagan hefði sem mest áhrif. Þú skilur það.“ Bessi hristi höfuðið og þagði nokkra stund. Svo sagði hann og leit til mín með svip sem líktist sneyptum hundi: „Þetta er allt lygi.“ „Allt sem ég hef sagt?“ „Allt sem við höfum báðir sagt.“ „Um Kristjón?“ ,,Já, um Kristjón.“ Ég tók andköf. „Var þá ekki viský í flöskunni?“ TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 33 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.