Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 55
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI SAUNGUR VÉLANNA í TOGARANUM MÁNA Skipið nötrar Eg sit á kassa í vélarúminu og hlusta á saung vélanna taktfastan þúngan slátt málms við málm Skipið nötrar Það urgar í smurníngslausum koppum og stigarnir titra undan snöggum fótatökum Ég sezt aftur og hlusta kliðmjúk er ángan orðanna sem koma til mín og hverfa í taktþúngan vélsláttinn án þess ég fái gripið þau Ég sit aðeins og hlusta Þeir segja: Það er eingin ást í þessum gjallandi hávaða þetta er ekki saungur hinnar frjósömu móður ekki kliður læks eða lýngilmur Við þreytumst afþví vélarnar bergmála ekki saunginn í brjóstum okkar Ég sit og hlusta Við skulum ekki verða þreyttir á vélunum Við höfum skapað þessar vélar og gefið þeim afl Strit þeirra færir okkur brauð og leiki og sparar heilum okkar og vöðvum áreynslu Við skulum gleðjast yfir þessum saung og hverfa ánægðir til kvenna okkar og barna Skipið nötrar Ég sit og hlusta á saung vélanna taktfastan þúngan slátt málms við málm og Lífið og Dauðinn takast í hendur yfir borðstokkinn 45

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.