Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 61
HVÍTRAMANNALAND eða hver sem frásögn þessa fyrstur færði í letur, haft sögn af afdrifum Ara Mássonar í fjarlægu landi. Hins vegar má það heita ósennilegt, að nöfnin á löndunum Hvítramanna- landi, írlandi hinu mikla og Vínlandi hinu góða hafi fylgt þeirri frásögn. Ef til vill hefur fræðimaðurinn og skáldið aukið þeim atriðum við til að auka hróður forföður síns. Skal nú ekki lengur látið bíða að greina frá legu Hvítramannalands. 3 í útlendum landfræðiritum fornum er getið um kynjaland austur í Asíu, og er það kallað Albaníaland í ís- lenzkri þýðingu. Hauksbók varðveitir meðal annarra merkilegra hluta drög að heimslýsingu, sem er þýdd eftir út- lendum ritum. Finnur Jónsson hefur gert grein fyrir hennildum hennar í útgáfu sinni af Hauksbók, og verður það ekki rakið hér. Telur Finnur, að íslenzka verkið muni vera frá því um 1200. í heimslýsingu segir svo: „Til norðurœtlar frá Indíalandi er nœst Bactríaland, og þar er Kvenland; á því landi eru engir karlar. Þar í hjá er Albaníaland; þar eru menn bornir hvítir sem snjór, en þeir sortna svo sem þeir eldast. Þar er kaldast þess, er byggt er í heiminum. Þar eru hundar svo stórir og sterkir, að þeir bana yxnum og óarga dýrum." Hér er rétt að minna á, að þetta goðsögulega land dregur heiti af latneska orðinu albus, sem merkir hvítur. íslendingar gátu því vel kallað það Hvítramanna- land. Þótt kynjalands þessa sé minnzt hér, er það ekki af því, að íslendingar hafi þurft að seilast svo langt eftir fyrirmynd að Hvítramannalandi. En höfundur Eiríks sögu virðist hafa þekkt svipað rit og heimslýsinguna í Hauksbók, og því er ekki ósennilegt, að lýsingin á Albaníalandi hafi stuðl- að að notkun nafnsins Hvítramanna- land í þeirri sögu. A þeim tíma, sem Ari Másson ýtti í hinzta sinn úr Reykhólavör, var nafn- ið Alba eitthvert algengasta heiti á Skotlandi, og svo heitir Skotland enn á vorum dögum á írsku og gelísku. Áður fyrr voru nöfnin Alba og Albion notuð um allt Bretland, eins og víða kemur fram, meðal annars í Kirkju- sögu Beda prests hins fróða. Á síðara hluta 9. aldar og síðan hefur heitið Alba þó einungis verið notað um Skotland. Seint á 9. öld náði konung- urinn yfir írsku héröðunum á Vestur- Skotlandi yfirráðum yfir Péttum, og eftir það er Skotland jafnan kallað Alba, og írsk (eða gelísk) tunga réði brátt niðurlögum péttneskunnar í Skotlandi. Nafnið Alba kemur fyrir í lítt breyttri mynd í íslenzku þýðing- unni á Bretasögum, en hún mun hafa verið gerð seint á 12. öld. í Bretasög- um er svo komizt að orði: „En Alban- actus tók það ríki, er þá hét af hans nafni Albaniam; það heitir nú Skot- land.“ Að sjálfsögðu hefur lærðum 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.