Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 67
UM NOKKUR BRÉF MATTHÍASAR JOCHUMSSONAR gaf út árið 1905: hann var fullur elds og andríkis. Þegar hann skrifar Sögu- kajla aj sjáljum mér í elli sinni, segir hann, að sér hafi fundizt mest til uin tvo menn í Danmörku, annar var Grundtvig, „en hinn var Brandes“. En þrátt fyrir dálætið á hinum danska bókmenntagagnrýnanda var Matthías furðu glöggskyggn á annmarka hans og takmarkanir, er urðu til þess, að hann var jafnan gestur í föðurlandi sínu: „. . . en hann var alþjóðamaður um leið og danskur, og því ekki dansk- ur, ef til rótar var grafið, því að hið dýpra þjóðerni Dana og norrænna þjóða náði aldrei fullum tökum á honum, og þjóðtrú landsins og allt hið djúpa, heita, ríka og dulræna, sem landshættir, saga og kirkjusiðir, sorg- ir og raunir hafa greypt í skap þjóð- arinnar, gat hann aldrei tileinkað sér, því að hann þekkti það ekki.“ (Sögukaflar af sjálfum mér, bls. 203.) Matthías minnist á Brandes allvíða í bréfum sínum og er dómur hans um hann víðast hvar mjög svipaður nið- urstöðum hans í sjálfsævisögu sinni. Hann skrifar Hannesi Hafstein 7. nóv. 1883 á þessa leið: ,.Að Brandes hefi eg lengi dáðst sem lumeni (þ. e. ljósi), einkum í skarpleik og orð- snilld, en hans orientölsku traditionir og aþeismus plus hans gyðinglega tak- mörkun að öðru leyti gjörðu mig hann skjótt grunsaman. En orþódox- íuna má hann drepa fyrir mér, ef hann getur.“ (Bréf til H. H., bls. 21.) Og enn segir hann: „Ertú handgeng- inn dr. Brandi? Eg hefi lengi admir- erað hann en samt hefir mér fundist hann defect.“ (S. st. bls. 28.) Ári síð- ar skrifar Matthías séra Valdimar Briem um Brandes á þessa leið: „Að þú krítíserar Brandesarbók kemur mér reyndar ekki á óvart, enda þekki eg fyrir löngu ókosti Br. nl. gorgeir hans sálar og „dæmpede orientalske Lidenskab“. Hans sym-anti-og auto- patíur eru risavaxnar, t. d. hans krist- indómsantipatí, sem er fanatisk, en hans snilli í framsetningu og flugvit hans, fróðleikur og fjör er maka- laust.“ (Bréf, bls. 370.) Matthías Jochumsson mun án efa vera fyrsti íslendingurinn sem „upp- götvaði“ Georg Brandes og þann boðskap, er hann flutti. Hina heiðnu lífsskoðun Brandesar gat séra Matt- hías að sjálfsögðu ekki aðhyllzt, en það var margt í þessum boðskap er snart viðkvæmar taugar í sál hans: hin bjartsýna framfaratrú Brandes- ar á fyrstu baráttuárum hans, hin skilyrðislausa krafa hans að kryfja vandamálin til mergjar. Jafnvel ádeila Brandesar á kirkju og klerkdóm féll í góðan jarðveg þar sem Matthías var. Því að séra Matthías Jochumsson var þá þegar eins og jafnan síðar haldinn djúpstæðum efa um kenningar þeirr- ar kirkju, sem hann þjónaði: ..Því e’- eg prestur, því þjóðkirkjuþjónn. því stend ég skrýddur sömu formflíkum 57

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.