Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 74
TIMARIT MALS OG MENNINGAR skárri væri það líka Skagfirðingurinn, sem ekki væri níðskældinn í bland! Annar hlutinn nefnist Astir, ljómandi falleg kvæði flest, ekki sízt hið fyrsta, en heldur veigalítil, að minnsta kosti þegar þau eru borin saman við miðkafla Kvæða- bókarinnar, sem áreiðanlega verður valinn í allar sýnisbækur íslenzkra ástaljóða fram- vegis. En mörg þessara kvæða eru vissulega gerð af mikilli íþrótt, og gaman er að bera saman formlistina í t. d. þeim þrem ljóð- um, sem standa í röð á bls. 39—41. „í skammdeginu" er ort eftir öllum kúnstar- innar reglum gamla tímans, en „Tunglið kviknar" er með öllu án ríms og form þess laust í reipunum, en í lokin örlar á klið úr fornyrðislagi. Ekki skyldi ég lá atómskáld- um, þótt þetta ljóð yrði þeim nokkurt öf- undarefni. „Bið“ er hið þriðja og þar fetar skáldið þann meðalveg — eigum við að segja gullna meðalveg — gamals og nýs, sem ljóðalesendur þekkja vel úr fyrri bók hans og kvæðum nokkurra annarra öndveg- isskálda okkar tíðar: Veturinn veit að ég bíð þín, veit að ég sakna þín stöðugt, og færir mér allt sem bann á af ágætu skrauti: bind ég þér blómsveiga marga úr brimsins mjallhvíta laufi og rósum af rúðunnar gleri; svo raða ég stjömum hjá í nafn þitt, unz návist þín ríkir og nóttin er hvelfd og blá. Sumardalirnir munu blikna er þriðji hlutinn, haustleg kvæði og dálítið angur- vær, en glitrandi skáldskapur. „Þú spyrð mig um haustið" er náttúrumynd, sem er gerð að ástar- og saknaðarkvæði með því einfalda en snjalla leikbragði að nota per- sónufornafnið „þú“ í fyrstu og síðustu setn- ingu. Lokakaflinn heitir Söngvar til jarSarinn- ar, flokkur Ijóða, þar sem rauði þráðurinn er í fám orðum þessi: Handan við lífið bíður ekkert, ekkert. Jörðin er allt og miklu meira en nóg ef mennirnir kynnu að lifa. Hér fer skáldið ef til vill á mestum kost- um og sum Ijóðin, t. d. „Bezt eru vorin“, „Sæluvika" og „Illskuna, hatrið ala menn sér við barm“ em svo vel úr garði gerð, að erfitt er að liugsa sér, að þau gætu annan veg orðið betri. „Morgnar við sjóinn í maí“ er skínandi kvæði og heilsteypt, þangað til skáldinn illu heilli dettur í hug sagan um frelsarann gangandi á vatninu og stenzt ekki þá freistingu að reyna að tengja hana meginhugsun kvæðisins. Ljóðið á bls. 68 og 69 er ramefld smíð, þangað til kemur að síðustu línunni, sem er óþörf, vegna þess að allt var sagt, er segja þurfti, og auk þess breinn hortittur, því að hún er einu atkvæði of löng. Sumum kvæðum bókarinnar hefir skáld- ið breytt, frá því þau birtust í tímaritum, og ekki ævinlega til bóta, t. d. „Þegar dagur- inn bljóðnar". Það er nú orðið allt annað kvæði, og auðvelt er að sjá, hvað fyrir skáldinu vakir með breytingunni, en ég kýs mér hina upphaflegu mynd þess fremur. Allt eru þetta smáatriði og nöldur, sem frekast er tínt til, svo að lofið verði ekki of einhliða og enginn taki mark á því. En í einu botna ég ekki — af liverju verður ungu ská’.di svona tíðrætt um dauðann? Ég skil ótta hans við fnæsið í hestum herguðsins, sem prjóna trylltir fyrir vagninum ógur- lega, en allar lýsingarnar á aðbúð hinna dauðu í kistu og gröf verða einhvernveg- inn þreytandi til lengdar, jafnvel þótt hafð- ur sé í huga sá möguleiki, að stríðsfákarn- ir fái að rása, og engin okkar verði eftir skilin ofar moldu. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.