Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 76
TIMARIT MALS OG MENNINGAR inn maður (sjá 173. hls. bókarinnar, 10. 1. a. o.). Einkennum sjálfra mannlýsinganna verð- ur ekki lýst betur en með orðum höfundar sjálfs (í öðru sambandi að vísu); þau eru: þekking, skilningur, sanngirni. En á öðr- um stað segir bann: „Við eigum að meta mennina eftir því sem þeir komast hæst.“ Að öðru leyti væri örðugt að lýsa þessum greinum nema með dæmum úr þeim sjálfum sem þó væri slæmt að þurfa að slíta úr sam- hengi. Eg hef rekizt á nokkrar hvimleiðar prent- villur í hókinni en verst þótti mér meðferð- in á vísu úr erfiljóðum Þorsteins Erlings- sonar eftir Indriða Indriðason (107. bls.); þar liefur fyrsta línan verið endurtekin í stað fjórðu, sem er svo látandi: og vonir þínar allar hinumegin. Bjarni Einarsson. Olajur Briem: Utilegumenn og auðar tóttir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1959. Fyrir röskum tíu árum skrifaði Halldór Kiljan Laxness ritgerð í þetta tímarit (1949, bls. 86—130), sem hét „Lítil saman- tekt um útilegumenn". I þessari ritgerð var gert heldur lítið úr sannfræði íslenzkra úti- legumannasagna, en samtímis bent á skort á fræðilegum rannsóknum á þessu efni. Ég hef rökstuddan grun um að þessi ritgerð liafi kveikt í höfundi hókarinnar sem hér ræðir um og vakið hjá honum áhuga á því að safna saman sannfræðilegri vitneskju um útilegumenn, ekki sízt athugunum á þeim minjum um vistir þeirra á fjöllum sem enn eru sýnilegar. Ólafur Briem hefur í mörg ár notað sum- arleyfi sín til þess að ferðast um óhyggðir og skoða þær mannvistarleifar sem eignað- ar hafa verið útilegumönnum. Með forsjá Gísla Gestssonar safnvarðar og aðstoð fleiri góðra nianna liafa og verið grafnar upp ýmsar rústir á fjöllum uppi, og fóru þeir uppgreftir fram með leyfi þjóðminjavarð- ar og að nokkru leyti á vegum Þjóðminja- safnsins, enda hefur Gísli Gestsson skrifað tvo kafla bókarinnar, um uppgrefti á hell- iuum í Hallmundarhrauni og tóttunum í Snjóöldufjallgarði. Ur öllum þessum athugunum er orðin hráðskemmtileg bók, sem má vera íslenzk- um lesendum aufúsugestur. Ólafur Briem er vandvirkur og samvizkusamur í efnis- söfnun, varkár og hófsamur í ályktunum og Iætur ekki freistast til að yrkja í eyður heimilda eða fullyrða meira en gögn leyfa. Bókin er því hið þarflegasta yfirlit um raun- verulegar heimildir um útilegumenn, enda þótt enn sé margt sem þörf væri á að rann- saka gaumgæfilegar, bæði í skjalfestum heimildum og í óbyggðum, eins og höfund- ur tekur sjálfur fram. Þó að minjar Fjalla- Eyvindar séu fyrirferðarmestar á miðhá- lendinu, eru í bókinni dregin fram dæmi um útilegumannaminjar sem með engu móti verða eignaðar honum. Tvær merkustu nýjungarnar sem sagt er frá í bókinni, Hallmundarhellir og tóttirn- ar í Snjóöldufjallgarði, eru svo nýfundnar að ástæða er til að ætla að fleiri svipaðar minjar eigi eftir að koma í ljós, svo mjög sem öræfaferðir eru að færast í vöxt og sí- fellt fleiri menn að koma á áður ókannaða staði. Og einmitt fundur Hallmundarhellis bendir til þess að einhver fótur sé fyrir sögninni um Hallmund í Grettis sögu, þó að hún liafi hingað til ekki verið talin til liinna sennilegri útilegumannasagna, né til þeirra þátta Grettis sögu sem mönnum hafa þótt trúlegastir. Væri vissulega æskilegt að reynt væri að komast að öruggari niðurstöð- um um aldur mannvistarleifa í hellinum, því að sú rannsókn sem gerð var sker ekki 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.