Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR af góSum sögumanni heldur og af menntuð- um rithöfundi og skyggnum riáttúruskoðara sem sjálfur hafði víða farið um öræfi Is- lands. Ég gjöri ráð fyrir að P. H. hafi flutt Jjess- ar frásagnir flestar eða allar í útvarpi. í út- gáfunni er engin grein gjörð fyrir því eða hvenær þær eru ritaðar. Það væri meira en meðalskömm ef engin þessara frásagna hef- ur verið varðveitt á segulbandi, ef þær hafa á annað borð verið fluttar í útvarpi. Flestar menntaðar þjóðir munu vera fyrir löngu farnar að nota sér þær aðferðir sem nú er kostur á til að varðveita raddir merkis- manna sinna, — geyma á hljómplötum eða segulböndum upplestur og ræður o. fl. Ég veit eigi hvað hér hefur verið gjört eða ráð- gjört um þetta efni, en mér þykir líklegt að ráðamönnum mennta og menningarmála sé ljóst að hér er brýnt verkefni. I bókinni taka næst við skólaræður (70 bls.), alls tólf ræður við skólasetningu eða skólaslit í Menntaskólanum, — fimm frá árunum 1929—32, engin frá 1933—40, — hin síðasta frá skólasetningu haustið 1956. Tekið er fram að sjö þeirra séu styttar. Fyrsta skólasetningarræðan er eldheit hvöt til nemenda að helga líf sitt og störf leitinni að sannleikanum. „Ný menning er að fæðast, — nýr tími að renna. Tími vís- indalegrar hyggju — og vísindalegs siðgæð- is ... Flestar þjóðir álfu vorrar eru að um- skapa skólakerfi sín, — breyta um stefnu í skólamálum. Stefnubreytingin gengur alls staðar í þá átt að auka náttúruvísindin ... Upp af blóði og tárum liðinna ára hefur gróið ný löngun mannanna eftir friði og farsæld, eftir samræmi og sannleika. Ég tel mig til fylgjenda hins nýja tíma og hinnar nýju lífsskoðunar. Og erindi mitt að þess- um skóla er það að veita nýjum straumum inn í hann eftir minni litlu getu. Andstæð- ingum mínum til hugarhægðar skal það tekið fram, að með nýjum stefnum á ég ekki við stjórnmálastefnur ... Með nýjum stefnum á ég við vísindalega hyggju — leit- ina að sannleikanum. Hvernig starf mitt reynist og vonir mínar rætast, fær enginn vitað fyrir fram.“ Með þessum orðum sezt náttúruvísinda- maður í fyrsta skipti á rektorsstól í Mennta- skólanum í Reykjavík, — ungur maður, bjartsýnn og hugrakkur. Aldarfjórðungi síðar lítur hann yfir far- inn veg (í skóiasetningarræðu haustið 1954). „Þegar ég kom hér að skólanum, var mér fundið margt til foráttu, enda hygg ég, að enginn núlifandi embættismaður hafi í öndverðu fengið svo kuldalegar kveðjur við komu sína í starf ... Fyrst í stað var svo háttað, að ég þóttist engan geta beðið að- stoðar um störf mín. Það var fyrir sig. Kvíðinn fyrir því, að mér yrði í einhverju stórlega áfátt í skólastjórninni, var mikhtm mun verri. Hann firrti mig oftlega svefn- friði og ró, enda þykist ég eiga til hans að rekja drjúgan þátt þeirrar vanheilsu, sem hefur amað að mér um sinn.“ -— Síðar í ræðunni víkur hann að hinum alræmdu húsnæðisþrengslum skólans og bætir við: „Þau hafa valdið því meðal annars, að ekki hefur verið unnt að koma fram ýmsum þeim umbótum á kennslu, einkum í náttúrufræði og eðlisfræði, sem ég hef talið nauðsynleg- ar frá öndverðu ...“ En meðal þess sem veitt hafi honum ánægju og uppörvun í starfinu telur hann fyrst kennsluna, — og síðan samstarfið við kennarana, „því meir sem lengur hefur liðið“. Allir nemendur Pálma rektors geta um það borið hvílíkur snilldarkennari hann var og má segja að það væri dauður maður, sem honum hefði ekki tekizt að vekja hjá einhvern áhuga á náttúruvísindum. Það var ekki hans sök að færri lögðu fyrir sig náttúruvísindanám en mátt hefði vænta. Tímamir voru óhagstæð- ir, — skömmu eftir að Pálmi tók við rekt- orsstörfum dundi viðskiptakreppan mikla 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.