Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 80
Erlend tímarit LESENDUR OG RITHÖFUNDAR í RÚSSLANDI Samtal við IIja Erenhurg, eftir Norman Cousins Ilja Eiíenburc sat í skrifstofunni í íbúð sinni í Moskvu og rabbaði um bækur, vandamál rithöfunda, Picasso, Pasternak og sambúð Bandaríkjamanna og Rússa. Iíann talaði mest frönsku og notfærði sér til fullnustu hljómfegurð og hárfín blæ- brigði þess tungumáls, sem hann bafði ber- sýnilega tekið ástfóstri við. „I'ér spyrjið um afburðaböfunda okkar,“ sagði hann. „Ég er bræddur um, að við eig- um enga raunverulega afburðahöfunda. Jú, við eigum nokkra böfunda, sem njóta nokk- urs álits. En við liöfum ekki bóp rithöf- unda, sem hægt er að bera saman við segj- um til dæmis þann hóp, sem komið hefur fram á sjónarsviðið í Ameríku á undan- förnum áratugum — menn eins og Heming- way, Steinbeck, Faulkner, Dreiser, Sinclair Lewis, Upton Sinclair o. fl. Síðan á þriðja tug aldarinnar hefur Ameríka átt því láni að fagna að fóstra rit- höfunda, sem búa yfir miklum hæfileikum, sem liggur eittbvað á hjarta, sem hafa nægilega ritleikni til að tjá það í orðum, sem finna bljómgrunn hjá öðru fólki. Bók- menntir ykkar á þessu tímabili — að minnsta kosti fram á fimmta tug aldarinn- ar — eru fremri bókmenntum allra annarra þjóða. Nútíma sovétbókmenntir komast ekki í hálfkvisti við þær. Hvað veldur þessu?“ hélt hann áfram. „Ég bef velt þessari spurningu mikið fyrir mér. IJegar ég var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, reyndi ég að finna skýringu á því hvernig á því stendur, að liæfileikar amerískra rithöfunda skuli bera vitni um svona miklu meiri þroska. Og ég held ég hafi fundið hana. Ég uppgötvaði, að amer- ískur rithöfundur af betra taginu byrjar ekki að skrifa fyrr en hann liefur aflað sér fjölbreyltrar lífsreynslu. Það sem Heming- way skrifaði var ekki einungis sótt í ímynd- unarafl bans, heldur einnig í auðuga lífs- reynslu. Jobn Steinbeck hlýtur að hafa sinnt fjölda mörgum ólíkum störfum áður en liann byrjaði að skrifa. Það sem mestu máli skipti var, að þeir lifðu og litu í kring- um sig fyrst og skrifuðu síðan. Hér byrja margir rithöfundar okkar á því að skrifa. Of margir þeirra eru tæplega búnir að slíta barnsskónum þegar þeir geysast fram með hugmyndir sínar og skoðanir á hinum miklu vandamálum mannkynsins, sem þroskuð- ustu andans menn heimsins hafa glímt við án árangurs.“ Hann kveikti sér í sígarettu, ballaði sér aftur á bak, spennti greipar og studdi hnú- um undir bökuna. „Það er annað, sem mætti drepa á í þessu sambandi," hélt hann áfram. Rithöfundar ykkar þekkja land sitt og þjóð, en þjóðin þekkir ekki rithöfunda sína. Ilér hjá okkur er þetta öfugt. Ég komst að því í Ameríku að alþýða manna þar þekkir lítið eða ekk- ert til fremstu rithöfunda ykkar. Jafnvel í Oxford við Mississippi, þar sem William 70

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.