Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 80
Erlend tímarit LESENDUR OG RITHÖFUNDAR í RÚSSLANDI Samtal við IIja Erenhurg, eftir Norman Cousins Ilja Eiíenburc sat í skrifstofunni í íbúð sinni í Moskvu og rabbaði um bækur, vandamál rithöfunda, Picasso, Pasternak og sambúð Bandaríkjamanna og Rússa. Iíann talaði mest frönsku og notfærði sér til fullnustu hljómfegurð og hárfín blæ- brigði þess tungumáls, sem hann bafði ber- sýnilega tekið ástfóstri við. „I'ér spyrjið um afburðaböfunda okkar,“ sagði hann. „Ég er bræddur um, að við eig- um enga raunverulega afburðahöfunda. Jú, við eigum nokkra böfunda, sem njóta nokk- urs álits. En við liöfum ekki bóp rithöf- unda, sem hægt er að bera saman við segj- um til dæmis þann hóp, sem komið hefur fram á sjónarsviðið í Ameríku á undan- förnum áratugum — menn eins og Heming- way, Steinbeck, Faulkner, Dreiser, Sinclair Lewis, Upton Sinclair o. fl. Síðan á þriðja tug aldarinnar hefur Ameríka átt því láni að fagna að fóstra rit- höfunda, sem búa yfir miklum hæfileikum, sem liggur eittbvað á hjarta, sem hafa nægilega ritleikni til að tjá það í orðum, sem finna bljómgrunn hjá öðru fólki. Bók- menntir ykkar á þessu tímabili — að minnsta kosti fram á fimmta tug aldarinn- ar — eru fremri bókmenntum allra annarra þjóða. Nútíma sovétbókmenntir komast ekki í hálfkvisti við þær. Hvað veldur þessu?“ hélt hann áfram. „Ég bef velt þessari spurningu mikið fyrir mér. IJegar ég var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, reyndi ég að finna skýringu á því hvernig á því stendur, að liæfileikar amerískra rithöfunda skuli bera vitni um svona miklu meiri þroska. Og ég held ég hafi fundið hana. Ég uppgötvaði, að amer- ískur rithöfundur af betra taginu byrjar ekki að skrifa fyrr en hann liefur aflað sér fjölbreyltrar lífsreynslu. Það sem Heming- way skrifaði var ekki einungis sótt í ímynd- unarafl bans, heldur einnig í auðuga lífs- reynslu. Jobn Steinbeck hlýtur að hafa sinnt fjölda mörgum ólíkum störfum áður en liann byrjaði að skrifa. Það sem mestu máli skipti var, að þeir lifðu og litu í kring- um sig fyrst og skrifuðu síðan. Hér byrja margir rithöfundar okkar á því að skrifa. Of margir þeirra eru tæplega búnir að slíta barnsskónum þegar þeir geysast fram með hugmyndir sínar og skoðanir á hinum miklu vandamálum mannkynsins, sem þroskuð- ustu andans menn heimsins hafa glímt við án árangurs.“ Hann kveikti sér í sígarettu, ballaði sér aftur á bak, spennti greipar og studdi hnú- um undir bökuna. „Það er annað, sem mætti drepa á í þessu sambandi," hélt hann áfram. Rithöfundar ykkar þekkja land sitt og þjóð, en þjóðin þekkir ekki rithöfunda sína. Ilér hjá okkur er þetta öfugt. Ég komst að því í Ameríku að alþýða manna þar þekkir lítið eða ekk- ert til fremstu rithöfunda ykkar. Jafnvel í Oxford við Mississippi, þar sem William 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.