Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 81
ERLEND TIMARIT Faulkner á heima, hitti ég margt fólk, sem vissi ekkert um bækur hans. Annars staðar hitti ég fólk, sem ekki kannaðist við John Steinbeck. I öðrum hnrgum liitti ég fólk, sem þekkti Hemingway einungis af kvik- myndum, sem gerðar hafa verið eftir bók- um hans. Allir hér þekkja rithöfunda okk- ar — en hvað þekkja þeir til fólksins? Rithöfundar ykkar eiga betra skilið frá þjóð sinni en þeir fá. Hér er þetta öfugt. Rithöfundar eru í miklum metum í Sovét- ríkjunum. Þannig hefur það verið um lang- an aldur. Eg man þegar ég var drengur, löngu fyrir hyltinguna, hve mikla lotningu fólkið har fyrir Tolstoj. Faðir minn var öl- gerðarmaður. Ölgerðin sem liann vann í var í næsta húsi við hús Tolstojs. Verka- mennirnirí ölgerðinni háru allir mikla virð- ingu fvrir skáldinu. En þeir gátu ekki lesið hækurnar hans; þeir voru ólæsir. Samt var þeim kunnugt um ágæti rússneskra rithöf- unda. Svo kom byltingin. Einhver mesta breyt- ing sem hún olli var skjót og nærri alger útrýming ólæsis. Milljónir manna iásu nú alvarlegar bækur í fyrsta skipti. En ég er hræddur um að þessi mikli lestur hafi ekki verið að sama skapi grundaður. Lengi voru lesendurnir ekki eins vandlátir og þeir hefðu átt að vera. En er frá leið þroskaðist smekkur þeirra og dómgreind á bækur. Aft- ur á móti hafa rithöfundar okkar ekki fylgzt með þeim á þroskahrautinni. Afleiðingin er sú, að margir lesenda okkar eru langt á undan rithöfundum okkar. Þeir eiga skilið hetri bækur en þeir fá.“ Hann brosti og það brá fyrir glampa í augtim hans, eins og liann minntist ein- hvers. „Ég man eftir orðum, sem allþekktur Sovétrithöfundur lét falla á fyrsta rithöf- undaþinginu 1934. Hann sagðist ekki hafa neina ánægju af að skrifa fyrir það fólk sem læsi bækurnar hans. Það skildi ekki það sem hann væri að reyna að segja. Fimm árum síðar sat ég almenna bókmenntaráð- stefnu í einum rithöfundaklúbb Moskvu- borgar. Margir leikmenn sátu fundinn. Einn þeirra gaf sig á tal við mig og minntist á verk þessa rithöfundar. „Ég er búinn að missa allan áhuga á bókum þessa manns," sagði leikmaðurinn. „Þær eru illa unnar og frumstæðar." Með þessu er ég þó ekki að segja, að svona breyting hafi orðið almennt á einum fimm árum. En það hefur vissulega orðið hreyting síðan á fyrstu árunum eftir bylt- inguna. Almenningur kann nú hetur að meta góðar bækur, er næmari fyrir nýjum hugmyndum, blæbrigðum í stfl, hugsun og því sem kalla mætti andrúmsloft í bókum. En það eru ekki skrifaðar svona hækur hjá okkur. Það er þetta sem ég á við þegar ég segi að rithöfundar okkar séu ekki sam- boðnir þjóðinni. Það væri ekki amalegt ef hækur eins og þær gerast heztar hjá ykkur æltu greiðan aðgang að lesendum eins og hjá okkur.“ Ég gat þess að gestgjafi minn liefði hér gefið mér betri skýringu en ég hefði heyrt áður á vinsældum amerískra rithöfunda í Rússlandi -— einkum Hemingways, Stein- becks, Dreisers, Saroyans og Sinclair Lewis. „Já, ég skal segja yður,“ sagði hann, „vöxturinn í menningu okkar vekur hjá mér nokkra von um, að við munum geta gert betur. Litum t. d. á skáldið Martinov. Agætt skáld, sem teknr hlutverk sitt alvar- lega. Lengi fékk hann ekkert hirt af ljóðum sínurn, af því að ritstjórar og útgefendur flokkuðu kveðskap hans undir brjálsemi. Þegar fimmtugsafmæli hans nálgaðist ákváðu nokkrir nánir vinir hans að halda það hátíðlegt. Ymsir í rith'ifundasamband- inu létu sér fátt um finnast, en fagnaðurinn var samt haldinn, og ég var sá eini sem mætti af minni kynslóð. Tveim mánuðum síðar var ljóðabók frá honum tekin til út- 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.