Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Qupperneq 83
ERLEND TÍMARIT fyrir allri nýbreytni og róttækum hugmynd- um. Ég veit að sumum útlendingum finnst að okkur sé gjarnt að koma með hinar fáránlegustu fullyrðingar um það að við höfum fundið upp næstum allt sem máli skiptir. En það er staðreynd, að það sem nú er kallað nútíma abstraktlist kom fyrst fram í Sovétríkjunum. Á byltingarárunum spruttu upp abstrakt listamenn eins og fíflar í túni. Og frá þeint komu nokkur ágæt listaverk — hreint ekki svo fá. Ríkið eignaðist mörg þessara málverka og sendi þau á málverkasöfn víða um land. En smekkur fólksins var þeim ekki hlið- hollur, og flest þeirra lentu um síðir í geymslurúmum. Ég man eftir konu, sem horfði á þessi kúbistísku málverk á sýningu árið 1918 í borg skammt frá Moskvu. Hún sagði: „Þetta er verk djöfulsins." Ég er hræddur um að þessi ummæli fari nærri því að túlka viðhorf verkamanna í þorpum landsins um þessar mundir. Þeir botnuðu ekkert í þessu, og ef til vill brugð- ust þeir gramir við. En nú er smám saman verið að draga fram úr geymslum þessi abstrakt málverk og hengja þau upp á ný. Nýlega var höfð sýning á nútímalist í smá- bæ í miðju Rússlandi. Veitingahússtjóri í bænum lét í ljós andúð sína og taldi mál- verkin hugmyndafræðilega óholl fyrir verka- mennina. En verkamennirnir héldu fund og samþykktu ályktun þar sem þess var krafizt að myndimar fengju að hanga áfram. Þeir sigruðu. Ég hafði spurnir af þessu og sagði listamanninum frá því. Hann varð himin- lifandi og sagði: „Þetta er mér meira virði en nokkur verðlaun." Þetta er annað dæmi um það, að lista- smekkur fólksins hefur þroskazt. Næstum aliir sækja málverkasöfn. Við erum að verða listunnendur. Og nú skulum við snúa okkur að bygg- ingarlistinni. Stórfelldar byggingarfram- kvæmdir hófust ekki hjá okkur fyrr en 1928. Hingað kom þá Le Corbusier og fleiri kunnir arkitektar. Þeir litu á okkur sem hinn ákjósanlegasta vettvang til að prófa á róttækustu hugmyndir sínar. Le Corbusier reisti hús. Það var stórkostlegt. En það var skelfilega kalt á vetrum og djöfullega heitt á sumrin — hvað sem gert var innan- liúss. En sleppum Le Corbusier og tölum ai- mennt: því verra sem hyggingarefnið er. því meira er lagt í skreytingu. Það er eins og ódýr vindlakveikjari. Takið eftir hvernig reynt er að leyna lélegri smíði með ytra flúri. Á árunum fyrir 1930 höfðum við lé- legt byggingarefni. Því fylgdi flúr og ann- að skraut. Ibúðarhúsin frá þessum tíma köllum við nú „líkkistur". En þau skýldu okkur. Og fyrsta kynslóð bænda, sem kom til borg- anna, taldi sig vafalaust lánsama að fá þau. Síðan hefur smekkurinn breytzt. Við reisum enn Ijót íbúðarhús — en horfumar eru samt yfirleitt heldur góðar. Við erum smám saman að læra að gera greinarmun á því sem ljótt er og fallegt. Þekking okkar á vinnubrögðum og efni hefur aukizt. Afleið- ingin er sú, að framfarir hafa orðið — og munu halda áfram að verða — í húsagerð, bæði að því er snertir efni og útlit.“ Það varð hlé á samræðunum þegar frú Erenburg kom inn með te og kökur. Hún er aðlaðandi kona og mjúklát í fasi. Ég notaði tækifærið til að spyrja Erenburg um vinnuaðferð hans. Hann kvaðst vinna við skriftir í sumarhúsi sfnu og vera þar eins mikið og hann gæti, en hann hefði svo mörgu að sinna í Moskvu, að hann kæmist ekki hjá því að eyða allmiklu af tíma sín- um þar. Þegar frú Erenburg hellti aftur í bollann hjá mér, spurði ég hann um tilfinningar hans í Pastemakmálinu. „Það er vandræðamál á allan hátt. Ég er liræddur um að Pasternak og bókin hans 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.