Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 87
ERLEND TÍMARIT lok hernámu Frakkar aftur Laos, gegn mót- stöðu landsmanna. Utlagastjórn fyrir Laos var mynduð í Bangkok. 1949 veittu Frakk- ar Laos sjálfsforræði innan franska ríkja- sambandsins. Margir útlaganna héldu þá heim, en einn þeirra, Souphannouvong prins, leit svo á að baráttunni væri ekki lok- ið og ákvað að halda áfram vopnaðri mót- stöðu unz fullt sjálfstæði væri fengið. Hann hélt því áfram að berjast gegn Frökkum, við hlið Viet-minh, þangað til 1954. Frelsis- hreyfing sú sem hann stjórnaði bar nafnið Pathet-Lao og réð yfir all-öflugum her. Hún hafði á valdi sínu hluta af landinu þar sem hún hafði komið á ýmsum stjórnarfarsleg- um umbótum. í friðarsamningunum í Genf árið 1954 var tilvist Pathet-Lao opinberlega viðurkennd. Það var kveðið svo á að her- sveitir frelsishreyfingarinnar skyldu í bili staðsettar í norðurhluta landsins, en yrðu síðan sameinaðar ríkishernum. Pathet-Lao var og viðurkennt sem pólitískur flokkur, er skyldi njóta fullra réttinda. Þá skal þess getið að alþjóðleg eftirlitsnefnd frá Ind- landi, Póllandi og Kanada var sett niður í höfuðborg landsins, Vientiane, til að gæta þess að samningsákvæðin væru haldin. — Eftir ósigur Frakka í Indókína 1954 leituð- ust Bandaríkjamenn við að ná undir sig þeim ítökum sem Frakkar höfðu þar áður, jafnt í S.-Vietnam sem í Laos. Eitt af erfiðustu viðfangsefnum stjórnar- innar í Vientiane eftir 1954 var að gera raunverulega eitt ríki úr öllum þeim þjóða- brotum sem landið byggja. Laosmenn eru ekki nema tæpur helmingur landsbúa (sem eru tvær milljónir), og búa flestir í suður- hluta landsins. Samband stjómarinnar við norðurhéruðin er mjög ótraust, vegir eng- ir og landið fjöllótt. Þannig er álitið að stjórnin hafi í rauninni ekki samband nema við fjórða hluta af borgurunum, eða eins og Patrick Kessel kemst að orði: „stjórnar- stofnanirnar ná ekki lengra en jeppamir komast". Tilskipanir stjórnarinnar komast yfirleitt ekki út í þorpin. Ilér við bætist að embættismenn stjórnarinnar, einkum í norðurhéruðunum, koma oft fram eins og sigurvegarar í herteknu landi. Það var því engin furða þó efnahagsleg þróun landsins gengi hægt. Laos er jafnvel ekki fært um að bera kostnaðinn af borg- aralegum útgjöldum, enda þótt Bandaríkja- menn sjái fyrir hernum og lögreglunni. Illutfallið milli útflutnings og innflutnings er 3% á móti 97%. Undireins í árslok 1954 hófust átök milli stjórnarinnar í Vientiane og Pathet-Lao-sveitanna í norðurhluta lands- ins. Stjórnin leitaðist umfram allt við að ná fótfestu í norðurhéruðunum. Pathet-Lao beitti sér gegn því, því það sá fram á að stjórnin mundi leita allra bragða til að komast hjá almennum lýðræðislegum kosn- ingum. Blaðamaður einn ritaði í júlí 1955: „Stjórnin veit fyrir sitt leyti að eina lífsvon hennar felst í því að útiloka Pathet-Lao frá stjórnmálalífinu, með samþykkt og undir vernd stórveldanna.“ Eftir tvö ár tekst þó málamiðlun milli hinna tveggja aðilja. Sú málamiðlun komst á vegna þess að Souvanna Phouma prins, sem þá var forsætisráðherra, var ákveðinn í að halda Genfarsamningana og veita fyrr- verandi Pathet-Lao-mönnum borgaraleg réttindi. Tilraun hans til að koma á sátt- um hafði mætt mikilli andstöðu. Fjendur hans sökuðu hann um að undirbúa jarðveg- inn fyrir kommúrdstiska stjórn. Með því ætluðu þeir að grafa undan áliti hans í vest- rænum löndum. Souvanna Phouma er raun- ar andkommúnisti, en hann vildi gera Laos að hlutlausu landi, og hann gerði ekki þá skyssu að líta á Pathet-Lao sem kommún- istiska hreyfingu. 1. janúar 1957 hafði nann myndað þjóð- stjóm: tveii af forustumönnum Pathet-Lao áttu þar sæti; annar þeirra var Souphannou- vong prins. I lok þess árs voru norðurhér- 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.