Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 89
ERLEND TIMARIT inlierar byggingar. Höfuðárangur amerísku efnahagsaðstoðarinnar hefur falizt í ])ví að gera spillinguna og bitlingabraskið að al- mennri reglu í landinu. Stjórnin er neydd til að fella gengið. I árslok 1958 gildir dollarinn 80 kip. En spill- ingin tekur ekki endi fyrir því. Aðrar að- ferðir eru fundnar til að auðgast. Það er iillum kunnugt að Bandaríkin — á sama liátt og í Suður-Ameríku, -— leggja fjár- festingu sína í einstaklinga. Þeir neita að leggja í framkvæmdir í Laos og að vélvæða landið. Þeir kosta her, lögreglu, stjórnmála- menn og -flokka, en þeir vilja síz.t af öllu leggja vegi. Amerískir sérfræðingar liafa oft gert grein fyrir afstöðu sinni. Svar þeirra er alltaf hið sama: Þetta laiul er ekki iiruggt. ViS kœrum okkur ekki um að vinna jyrir kommúnista. Ef Sananikone vildi etja kappi við Pat- het-Lao um vinsældir hefði hann umfram allt orðið að stemma stigu fyrir spillingu embættismanna, sýna í verki að stjórnin væri ekki eins óþjóðholl og orð fór af. En í stað þess að gh'ma við hin raunverulegu viðfangsefni ákvað stjórnin að gera boðorð Bandaríkjastjórnar að sínum, og haustið 1958 lét hún opna í Vientiane konsúlat kín- verskra þjóðernissinna. Tímabil hlutleysis- ins var liðið. I byrjun janúar 1959 sakaði Laosstjórn Alþýðulýðveldið í N.-Vietnam um að hafa ráðizt inn fyrir landamæri sín, og utanríkis- ráðherrann leitaði eftir hernaðarlegri að- stoð frá Sameinuðu þjóðunum til að bæla niður hverskonar innrás eða uppreisn. En á tungu stjórnarinnar var sérhver tilraun Pat- het-Lao til að fá aðild að stjórn landsins uppreisn, sama hvort farið var eftir lögleg- um leiðum eða ekki. Laosstjórn heldur því fram að Norður- Vietnam stuðli að uppreisn Pathet-Lao til þess að eftirlitsnefnd S. þ. verði vakin upp á ný, en í júlí 1958 hafði Souvanna Phouma bundið enda á starf hennar, samkvæmt til- mælum Bandaríkjanna. 1 augum Banda- ríkjahlynntra Laosmanna hefði endurreisn nefndarinnar orðið til þess að draga úr íhlutun Bandaríkjanna og þar með efna- hagslegri aðstoð þeirra. Það nægir að skoða landabréf til að skilja löngun Bandaríkja- manna til að halda ítökum í Laos: Þaðan er beinn aðgangur að Kína og N.-Vietnam; þar mætti koma fyrir höfuðstöðvum er tengdu heraflann í Thailandi og í S.-Viet- nam og umkringja þannig N.-Vietnam. Ut- þenslustefna Bandaríkjanna er því hér í beinni andstöðu við lífsþarfir N.-Vietnams. Eins og fyrr var getið átti samkvæmt Genfarsamningumim að sameina her Pat- het-Lao ríkishernum, en það hafði verið vanrækt. Hann hafði þó smámsaman leystst upp af sjálfu sér að undanteknum tveim herfylkjum. I stað þess að semja við þessi herfylki ákvað ríkisstjórnin að láta her sinn eyða þeim. í maímánuði 1959 kom til átaka, en hinum fyrrverandi „uppreisnar"- her tókst að sleppa úr herkvínni og flýja til norðurhluta landsins. Eftir þá atburði hófst grimmúðleg hreins- un í landinu, sem beindist gegn fyrrverandi Pathet-I.ao-mönnum, gegn þorpum sem álit- in voru óvinveitt stjórninni, og gegn þeim sem voru einfaldlega hliðhollir Pathet-Lao. Fjöldabandtökur voru framkvæmdar: meira en 2000 fangar á nokkrum dögum. Þessi hreinsun, sem Bandaríkjamenn höfðu ósk- að eftir, hafði einkum þau áhrif að allir þeir sem óttuðust um líf sitt sameinuðust aftur skærusveitunum. Hershöfðingjunum í Vientiane var akkur í því að ýkja skærurn- ar. Herafli Pathet-Lao var sagður stórum meiri en hann var. Undir því yfirskini að N.-Vietnam veitti skæruliðum styrk lét stjórnin þann 16. maí setja Souphannou- vong í stofufangelsi ásamt sjö öðrum leið- togum Neo-Lao-Haksat, bannaði flokkinn og blað hans. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.