Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
í byrjnn júlí stungn Bandaríkin upp á aS
veita Laos liernaðarlega aðstoð. De Gaulle
sendi þá aðmírálinn Ortoli til Vientiane og
síðan til Washington. 28. júlí var undirrit-
aður samningur milli Frakklands, Laos og
Bandaríkjanna. Samkvæmt honum fengu
Bandaríkin heimild til að veita Laos beina
hernaðarhjálp og nokkrum dögum síðar
lentu 108 amerískir sérfræðingar í Vient-
iane.
I júlílok virtist ástandið mjög alvarlegt.
30. júlí lýsti stjórnin yfir því að skæru-
sveitirnar væru að öllu leyti vopnaðar og
æfðar af N.-Vietnam. í raun og veru er
hin „mikla sókn“ harla lítil: níu staðir her-
teknir og sex af þeim tók stjórnarherinn
aftur hardagalaust. Hin umfangsmikla sókn
sem allir töluðu um átti sér ekki stað.
12. ágúst er viðurkennt í opinberri til-
kynningu að herstyrkur uppreisnarmanna
hafi verið ofmetinn í fyrstu. Það aftraði þó
ekki forsætisráðherranum frá að segja dag-
inn eftir í bækistöðvum Sameinuðu þjóð-
anna, að rannsóknarnefndin, sem þá var
rætt um að senda á vettvang, muni ekki
hafa annað erindi en halda til landamær-
anna, þar sem hún muni fljótlega sannfær-
ast um aðstoðina sem Alþýðulýðveldið í
Vietnam hafi veitt uppreisnarmönnum.
Til allrar hamingu hófu uppreisnarmenn
nýja sókn 30. ágúst. Sam Neua (staður í
norðurhluta landsins) var að því komin að
falla. Blaðamenn símuðu voveiflegar frétt-
ir út um allan heim. Herstjórnin tilkynnti
að sóknin væri studd stórskotaliði frá N.-
Vietnam. 4. september bað Laosstjóm um
hernaðarhjálp frá S. þ. Jafnvel Bandaríkja-
menn virðast hafa orðið hissa. 5. september
tók bandaríska utanríkismálaráðuneytið
eigi að síður ásakanir Laosstjórnar gildar
í yfirlýsingu þar sem var talað um „öfluga
árás sem hefði ekki getað verið gerð án er-
lendrar hjá1par“, þ. e. a. s. frá N.-Vietnam.
7. september var þó tilkynnt að Sam
Neua félli ekki, og að hin mikla sókn hefði
aðeins kostað stjórnarherinn sex menn
særða.
16. september kom rannsóknarnefndin til
Vientiane. Stjórnin fékk nefndarmönnum
skýrslu upp á tuttugu síður, þar sem aðal-
lega var lögð áherzla á það, að Pathet-Lao
væri kommúnistiskur félagsskapur en ekki
þjóðlegur, og tilvera þess ein jafngilti því
árás. Nefndarmönnum var sýnt fram á af
frábærri kurteisi að mjög erfitt væri að
komast til landamæranna sökum slæmra
samgangna. Þegar til átti að taka var ekki
hægt að grípa til neinna sönnunargagna,
hvorki vopna né fanga.
Nefndin hélt burt 13. okóber, og gaf
mánuði síðar skýrslu sem var lítt hliðholl
staðhæfingum stjórnarinnar í Laos.
Dvöl eftirlitsmanna frá S. þ. f Laos væri
engin lausn á vandanum, sem steðjar að
landinu, því þar með væri með nokkrum
hætti lögð blessun yfir mistök og glæpi
stjórnarinnar. Það er fullvíst að Banda-
ríkjamenn vildu gjarnan að komið væri í
kring samskonar hreinsun í Laos og í Thai-
landi. Þeir gleyma aðeins því að í Laos
verður uppreisnin ekki kæfð, að Laos hefur
meira en 1000 km landamæralínu sameig-
inlega Kína. Alræði hersins í Laos ynni
ekki bug á Pathet-Lao. Hinar róttæku að-
gerðir sem Bandaríkjamenn dreymir um
niundu hleypa af stað borgarastríði í öllu
landinu ...
Grein Patricks Kessels kom á prent í
nóvember eins og fyrr segir. Þess skal að
lokum getið að bandaríska utanríkisþjón-
ustan mun síðan hafa séð sig um hönd og
leitazt við að gera yfirbót fyrir glæfrapóli-
tík sína í Laos. Að vísu nokkuð um seinan,
því að hershöfðingjaklíka í nánu sam-
bandi við einræðisherrann í Thailandi velti
stjórninni í Vientiane og hrifsaði til sín
völdin um áramótin.
s. n.
80