Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 7
RITSTJÓRNARGREIN
kjósendur eru af hjarlans sannfæringu andstæðir þrátt fyrir áróður og lýðskrum, er þegj-
andi og hljóðalaust geymt „fram yfir kosningar". Þá er það barið í gegn, og þessi aðferð
hefur þann mikla kost að auki að sannfæra kjósendur að þeir séu algjörlega máttlausir og
áhrifalausir um stjórn landsins, gera þá skeytingarlausa og örlagatrúar í stjórnmálum. En
þessir sömu stjómmálamenn sem þannig fara að tala nú gjarnan um að kommúnistar séu
búnir að skapa pólitíska þreytu meðal almennings með „óábyrgri" stjórnarandstöðu!
Það mun mála sannast að áróður borgaralegra málgagna sé ofbeldisfyllri á íslandi en
jafnvel í flestum hreinum auðvaldsríkjum, nema ef vera kynni í Þýzkalandi. Til þess liggja
reyndar eðlilegar ástæður eins og nú er málum komið. Ekki þær að illska borgarastéttar-
innar sé meiri hér en annarsstaðar. Ekki heldur að hana skorti menntun á við borgara-
stéttir annarra landa, jafnvel þó eitthvað kynni að vera til í því. Hinar raunverulegu
ástæður eru þær, að þegar borgarastéttin íslenzka skuldbatt sig afturhaldi heimsins, arð-
ræningjunum, heimsveldissinnunum, nýlendukúgurunum, vopnasölunum, þá gekk hún í
berhögg við alla eðlilega stefnu íslenzkrar þjóðar, sjálfa lífsstefnu hennar, sveik allt það
sem var rótgróið í fari Islendinga. Þessvegna er þörf jafn óheyrilegs áróðurs, annarra eins
bolabragða, lymsku, hræsni og óhreinlyndis, að sambandið sem borgarastéttin hefur stofn-
að til er hrópleg saurgun á allri sögulegri þróun hinnar íslenzku þjóðar.
Með áróðrinum skal það barið inn í undirvitund þjóðarinnar, í trássi við allar stað-
reyndir, að hún eigi samleið með fjendum sínum. Hinni fomu nýlenduþjóð á að innræta
hrokafulla fyrirlitningu nýlenduveldanna á þeim þjóðum sem eru að stíga fyrstu spor sín
á götu frelsisins, hina hræsnisfullu lognu mannúð heimsveldanna sem rámkar við sér ef
rétturinn er látinn gilda um leppa þeirra og leiguböðla. Og þeir sem hver Islendingur vissi
til skamms tíma að voru „níðingar", „hundingjar", og „þrælar" skulu nú lofaðir sem
englar hins fullkomna réttlætis á jörðunni.
Áróðursmeistararnir vita að ef þeim tækist til fulls að eitra þannig vitund þjóðarinnar,
væri þeim auðveldari leikur að halda áfram á þeirri niðurlægingarbraut sem þeir hafa
farið um sinn.
Þeim mun ekki endalaust takast sú iðja. Og jafnvel þó þeim heppnaðist að framkvæma
það fagnaðarerindi sitt sem þeir em nú famir að státa af: að hleypa inn í landið auðmagni
amerískra eða þýzkra kapítalista, með viðeigandi pólitískum tryggingum, til að reyna að
leggja á sjálfstæði íslands þann herfjötur sem ekki brysti aftur, þá mun það aðeins verða
til þess að gera þeim syndagjöldin þungbærari þann dag þegar reiði þjóðarinnar fær mál
og hendur.
S.D.
85