Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 9
BERTOLT BRECHT ÁBREIÐUVEFARARNIR í KÚJAN-BÚLAK HEIÐRA LENÍN Ojt og örlátlega hefur heiSraður veriS félagi Lenín. Brjóstmyndir tíðkast og styttur. Borgir og böm hafa hlotið nöfn sín af honum, rœður verið fluttar á fjölmörgum tungumálum, samkomur haldnar og fjöldagöngur farnar allar götur frá Shanghai til Chicago, Lenín til heiðurs. En þannig heiðruðu hann ábreiðuvefararnir í Kújan-Búlak, dálitlu þorpi sunnantil í Túrkestan: Tuttugu vefarar standa þar upp að kvöldi frá hrörlegum vefstólum sínum, beygðir af köldu, því sótt gengur yfir: járnbrautarstöðin hefur fyllzt þykkum skýjum af suðandi mýi úr feninu handan við gamla úlfaldagarðinn. En járnbrautarlestin sem fœrir þeim vatn og reyk tvisvar í mánuði, fœrir þeim dag nokkurn einnig þá frétt að minningardagur Leníns standi nú fyrir dyrum. Og jólkið í Kúfan-Búlak ákveður, þótt fátœkir vejarar sé, að einnig í þorpinu þeirra skuli rísa brjóstmynd af félaga Lenín, úr gipsi gerð. En meðan fénu til myndarinnar er safnað standa þeir allir beygðir af hitasótt, telja skjálfandi höndum fram kópeka, fengna með erfiði. Og rauðliðinn Stepa Gamalev sem telur af alúð og fylgist náið með öllu sér eirdœgni fólksins, að heiðra Lenín, og jagnar, en hann sér einnig hinar skjáljandi hendur. 87

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.