Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 19
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU erlenda vald í atvinnulífinu, en öll auðborgarastéttin á það sameiginlegt, að hún óttast byltingaranda lágstétt- anna. Vaxandi þjóðernisanda gætir mjög hjá miðstéttunum, en þær eru einnig andstæðar hinu erlenda valdi og þýlyndi í þess garð. Um síðustu aldamót voru verkalýðsflokkar stofn- aðir, flokkar sósíalista og syndikal- ista, en flokkar þessir voru fáliðaðir og sundurþykkir. Verkalýðshreyfing- in efldist á heimsstyrjaldarárunum fyrri, og rússneska byltingin hafði áhrif innan hennar eins og annars staðar, svo að hún klofnaði í róttækan og hægfara arm. A millistríðsárun- um stofnuðu hinir róttæku kommún- istaflokka í öllum ríkjum rómönsku Ameríku, t. d. í Argentínu 1918, Mexí- kó 1919, Brasilíu 1921, Chile 1922, Kúbu 1925, Kólumbíu 1930 og Vene- zúela 1931. Flokkar þessir hafa síðan notið lítillar náðar yfirvaldanna, og hafa þeir flestir verið bannaðir stutt- an eða langan tíma, og forustumenn þeirra hafa verið lagðir í einelti. Þótt kommúnistaflokkarnir hafi átt að búa við erfið skilyrði, hafa þeir hvorki skeytt um boð né bönn og starfað í þrássi við yfirvöldin. Vegna þeirrar bannfæringar, sem á þeim hefur hvílt, hefur verið erfiðleikum bundið að meta styrkleika þeirra. Þó er öruggt, að þeir rammefldust á heimsstyrjald- arárunum síðari og eru orðnir fjöldaflokkar í sumum löndum eins og Brasilíu, Kúbu, Chile og Uruguay. Kommúnistaflokkur tók fyrsta skipti þátt í stj órnarmyndun á vesturhveli jarðar í Chile 1947. Valdataka komm- únista í Kína 1949, sem var að aðal- þræði bændabylting, hefur haft mikil áhrif, einkum meðal hinnar fjöl- mennu sveitaalþýðu. Mjög hefur stéttarvitund bænda glæðzt síðustu árin, enda verður krafa þeirra um skiptingu stórjarða æ áleitnari og er borin fram í öllum löndum rómönsku Ameríku. Oðru hverju hertaka bændur í sumum hér- uðum stórlendurnar og skipta þeim upp. Skoðanamunur er uppi um, hvaða rekstrarform sé ákj ósanlegast; borgarastéttin kýs helzt sjálfseignar- bændastétt, en sósíalistar samvinnu- rekstur. Þessar stéttir, miðstéttir, verkalýð- ur og bændur, eiga samleið um það, að þær vilja hnekkja valdi stórjarð- eigenda og losa um tök hins erlenda fjármagns, en hingað til hafa þær ekki verið nægilega samhentar og högg- þungar til þess að ná þessu marki. Frá stríðslokum hefur samstaða þeirra stóreflzt, og hefur þessi demókratíska fylking varpað einvöldum úr söðli eins og Perón í Argentínu, Jimenez í Venezúela, Pinilla í Kólumbíu og Ba- tista á Kúbu, en þeir Somóza í Níkara- gva og Armas í Gvatemala hafa verið vegnir. Enn tóra einvaldarnir Trujilló í Dóminíkanska lýðveldinu, Stroes- sner í Paraguay og Sómóza yngri í Níkaragva. Stjórnarfar rómönsku TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAli 97 7

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.