Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 19
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU erlenda vald í atvinnulífinu, en öll auðborgarastéttin á það sameiginlegt, að hún óttast byltingaranda lágstétt- anna. Vaxandi þjóðernisanda gætir mjög hjá miðstéttunum, en þær eru einnig andstæðar hinu erlenda valdi og þýlyndi í þess garð. Um síðustu aldamót voru verkalýðsflokkar stofn- aðir, flokkar sósíalista og syndikal- ista, en flokkar þessir voru fáliðaðir og sundurþykkir. Verkalýðshreyfing- in efldist á heimsstyrjaldarárunum fyrri, og rússneska byltingin hafði áhrif innan hennar eins og annars staðar, svo að hún klofnaði í róttækan og hægfara arm. A millistríðsárun- um stofnuðu hinir róttæku kommún- istaflokka í öllum ríkjum rómönsku Ameríku, t. d. í Argentínu 1918, Mexí- kó 1919, Brasilíu 1921, Chile 1922, Kúbu 1925, Kólumbíu 1930 og Vene- zúela 1931. Flokkar þessir hafa síðan notið lítillar náðar yfirvaldanna, og hafa þeir flestir verið bannaðir stutt- an eða langan tíma, og forustumenn þeirra hafa verið lagðir í einelti. Þótt kommúnistaflokkarnir hafi átt að búa við erfið skilyrði, hafa þeir hvorki skeytt um boð né bönn og starfað í þrássi við yfirvöldin. Vegna þeirrar bannfæringar, sem á þeim hefur hvílt, hefur verið erfiðleikum bundið að meta styrkleika þeirra. Þó er öruggt, að þeir rammefldust á heimsstyrjald- arárunum síðari og eru orðnir fjöldaflokkar í sumum löndum eins og Brasilíu, Kúbu, Chile og Uruguay. Kommúnistaflokkur tók fyrsta skipti þátt í stj órnarmyndun á vesturhveli jarðar í Chile 1947. Valdataka komm- únista í Kína 1949, sem var að aðal- þræði bændabylting, hefur haft mikil áhrif, einkum meðal hinnar fjöl- mennu sveitaalþýðu. Mjög hefur stéttarvitund bænda glæðzt síðustu árin, enda verður krafa þeirra um skiptingu stórjarða æ áleitnari og er borin fram í öllum löndum rómönsku Ameríku. Oðru hverju hertaka bændur í sumum hér- uðum stórlendurnar og skipta þeim upp. Skoðanamunur er uppi um, hvaða rekstrarform sé ákj ósanlegast; borgarastéttin kýs helzt sjálfseignar- bændastétt, en sósíalistar samvinnu- rekstur. Þessar stéttir, miðstéttir, verkalýð- ur og bændur, eiga samleið um það, að þær vilja hnekkja valdi stórjarð- eigenda og losa um tök hins erlenda fjármagns, en hingað til hafa þær ekki verið nægilega samhentar og högg- þungar til þess að ná þessu marki. Frá stríðslokum hefur samstaða þeirra stóreflzt, og hefur þessi demókratíska fylking varpað einvöldum úr söðli eins og Perón í Argentínu, Jimenez í Venezúela, Pinilla í Kólumbíu og Ba- tista á Kúbu, en þeir Somóza í Níkara- gva og Armas í Gvatemala hafa verið vegnir. Enn tóra einvaldarnir Trujilló í Dóminíkanska lýðveldinu, Stroes- sner í Paraguay og Sómóza yngri í Níkaragva. Stjórnarfar rómönsku TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAli 97 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.