Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
bænda. Flestum þykir þar ekki nægi-
lega rösklega gengið að verki, þótt
þeir viðurkenni að rétt sé stefnt.
Venezúela, hið mikla gósenland, á
nú við mikla óáran að etja og er tala
atvinnuleysingj a um fj órðungur
milljónar. Þegar hinn illræmdi Jimen-
ez féll úr valdasessi, ríkti almenn
hrifning í landinu og menn ólu djarf-
ar vonir í brjósti um róttækar umbæt-
ur, en þær vonir hafa dvínað mjög
vegna hinnar stuttstígu stefnu Betan-
courts. Sterk öfl krefjast langtum rót-
tækari aðgerða og vilja fara að dæmi
Kúbu, en afturhaldsmenn, einkum
innan hersins, hafa ekki getað sætt sig
við umbætur hins hægfara forseta og
hafa gert tíðar tilraunir til þess að
steypa stjórn hans með valdi og jafn-
vel reynt að ná lífi hans.
Venezúela er í greipum erlendra
auðhringa. Fjárfesting bandarískra
auðfélaga þar nemur 3000 milljónum
dala eða 25% af allri fjárfestingu
þeirra í rómönsku Ameríku og hafa
hinir voldugu auðhringar náð tökum
á auðlindum landsins, málmnámum,
olíulindum og lendum. Þar á Rocke-
fellerættin dálaglegan skerf. Landið
hefur reynzt hinum erlendu félögum
hreinasta gullnáma, árið 1958 nam
ágóði bandarískra auðfélaga 1200
milljónum dala.
Hér hefur aðeins verið minnzt á
nokkur ríki í rómönsku Ameríku, en
hin eru einnig tröllriðin af sömu
vandamálunum. Auður þessara landa
rennur til fámennra yfirstétta, sem
lifa óhófslífi, og til erlendra auðfé-
laga, en þessir aðilar eru alls ráðandi.
Allur þorri manna býr hins vegar við
örbirgð, menntunarleysi og réttinda-
leysi. Til þess að bæta lífskjörin er
iðnvæðing nauðsynleg, og hafa öll
lönd rómönsku Ameríku lagt út á þá
braut, en hún hefur reynzt fjárhags-
getu þeirra ofviða, svo að í kjölfarið
hefur fylgt fjárhagskreppa, verð-
bólga, verkföll og atvinnuleysi. Árið
1960 var mesta verkfallsár í sögu
þessa heimshluta. Ríkisstjórnir þess-
ara landa hafa fengið fjárhagsstuðn-
ing frá Bandaríkjamönnum, sem hafa
veitt lán með þeim skilyrðum, að rek-
in væri ákveðin stefna í atvinnumál-
um. Umbætur þær, sem gerðar hafa
verið í rómönsku Ameríku hafa alltaf
hrokkið skammt, verið kák eða hálf-
stigin spor, vegna þess þær hafa verið
gerðar innan ramma ríkjandi þjóðfé-
lagshátta, án þess að hróflað væri í
nokkru við hagsmunum yfirstéttanna
og hins erlenda valds.
Þau stórtíðindi hafa gerzt í Vestur-
álfu, að þar hefur orðið bylting, sem
markar tímamót. Þegar Fídel Castró
og byltingarher hans héldu inn í Ha-
vanna á nýársdag 1959 og hröktu
Batista úr landi, bjuggust flestir við
og sumir væntu þess, að hér væri á
ferðinni enn ein byltingin í rómönsku
Ameríku. En síðan þessi hátíðlega
innreið var gerð í höfuðborgina, hef-
100