Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 23
DAGRENNING í RÓMÖNSKU AMERÍKU ur byltingarstjórnin gengið sköruleg- ar til verks en menn óraði fyrir. Hún hefur með atfylgi bænda, verkamanna og miðstétta skipt upp jörðum stór- jarðeigenda og erlendra auðfélaga og komið á samvinnurekstri bænda; og hún hefur þjóðnýtt fyrirtæki inn- lendra og erlendra kapítalista. Herinn, styrkasta stoð Batista, hefur verið leystur upp og byltingarherinn og borgaralið gert að landvarnarliði. Þá hefur verið hafizt handa um að út- rýma ólæsi og bæta kjör fólks í bæj- um sem sveitum. Byltingin á Kúbu er merkasta og róttækasta bylting, sem orðið hefur í Ameríku, hún er fyrsta þjóðfélagslega byltingin, sem sker meinið við rætur þess. Kúbanska byltingin á sér svarna fjendur og eru Bandaríkjamenn þar fremstir í flokki og vilja hana fyrir hvern mun feiga. Þeim þykir illt að sjá af eignum sínum á Kúbu, en hitt óttast þeir mest, að önnur lönd róm- önsku Ameríku fari að dæmi Kúbu- manna. Ahrifa kúbönsku byltingar- innar gætir þegar um alla álfuna, einkum meðal lágstéttanna, og hún mun vafalaust örva sókn rómönsku þjóðanna til raunverulegs sjálfstæðis og farsældar. 011 teikn eru á lofti, að dagur sé nánd í þessum heimshluta. 101

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.