Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um Kína, ef íslenzk alþýða væri betur heima í sögu erlendrar íhlutunar um hagi kínversku þjóðarinnar — allt fram á þennan dag. (A sama hátt og ýmsir vestrænir fulltrúar heykjast nú á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir söguþekkingu nýlenduþjóðanna sem þar hafa nýverið hlotið atkvæðisrétt). Og kynnu að vitna í þá sögu. Því hef ég nú tekið mér fyrir hend- ur að segja hana. Og það verður löng og blóðug saga. Hún hefst undir lok átjándu aldar — um svipað leyti og nýlendustefnunni tók að vaxa ásmeg- in. Hún fjallar um tímabil sem nú er að líða til loka, en er jafnframt hlið- stæða atburða sem eru að gerast fyrir augum okkar. Þessvegna rek ég hana frá upphafi. Hún varpar ljósi á þá staðreynd, að hin fornu nýlenduveldi eru söm við sig enn í dag; bragðvísi þeirra og baráttuaðferðir eru svipað- ar; innræti þeirra er hið sama. Og ef sum þeirra hafa lægra um sig í dag en í gær, þá orsakast það einungis af hnignandi veldi þeirra, og því, að sós- íalisminn er orðinn að virku og fram- sæknu afli í heiminum. Opíum handa yfirstéttunum Nýlenduveldin hafa seilzt lil áhrifa með ýmsum hætti. Sumstaðar beittu þau vopnavaldi. Annarsstaðar fortöl- um, mútum og trúboðum. Víðasthvar alendingi þessa alls. I Kína var yfir- stéttunum byrlað ópíum — í bókstaf- legum skilningi. Þetta snjallræði var runnið undan rifjum Breta. Þeir höfðu um nokkurra áratuga skeið rekið fremur óhagstæð við- skipti við Kínverja: keypt af þeim te, silki, baðmullarefni, postulín og aðr- ar fullunnar vörur, en neyðst til að greiða þær með reiðufé. Kínverjar töldu sig ekki þurfa á vestrænum iðn- varningi að halda, þeir framleiddu sjálfir allt sem þeir þörfnuðust. Þetta var að sjálfsögðu þyrnir í augum Breta. Raunar var silfrið, sem þeir greiddu fyrir kínverska varning- inn, illa fengið. Upphaflega höfðu ánauðugir indíánar grafið það úr jörð í Mexíkó og Perú; síðan fór það boðleið úr höndum Spánverja til Breta sem greiðsla fyrir negra frá ströndum Afríku er Bretar höfðu rænt; frá Bretum til Indverja fyrir vefnað og krydd; og loks náðu Bretar því aftur úr höndum Indverja sem skattpeningi, þegar þeir höfðu her- numið Indland. En í augum nýlendu- herranna er silfrið silfur hversu blóð- ugt sem það er, og Bretum var annt um að setja undir þennan silfurleka til Kínverjanna. Þá fengu þeir þessa stórsnjöllu hug- mynd: að selja Kínverjum ópíum. Enginn vafi leikur á því, að Bretar hafa verið sér fullkomlega meðvitandi um slægvizku sína þegar þeir sendu fyrsta ópíumfarminn til Kína. Til þessa höfðu Kínverjar ekki viljað nýta neitt sem Bretar framleiddu — 104 i

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.