Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um Kína, ef íslenzk alþýða væri betur heima í sögu erlendrar íhlutunar um hagi kínversku þjóðarinnar — allt fram á þennan dag. (A sama hátt og ýmsir vestrænir fulltrúar heykjast nú á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir söguþekkingu nýlenduþjóðanna sem þar hafa nýverið hlotið atkvæðisrétt). Og kynnu að vitna í þá sögu. Því hef ég nú tekið mér fyrir hend- ur að segja hana. Og það verður löng og blóðug saga. Hún hefst undir lok átjándu aldar — um svipað leyti og nýlendustefnunni tók að vaxa ásmeg- in. Hún fjallar um tímabil sem nú er að líða til loka, en er jafnframt hlið- stæða atburða sem eru að gerast fyrir augum okkar. Þessvegna rek ég hana frá upphafi. Hún varpar ljósi á þá staðreynd, að hin fornu nýlenduveldi eru söm við sig enn í dag; bragðvísi þeirra og baráttuaðferðir eru svipað- ar; innræti þeirra er hið sama. Og ef sum þeirra hafa lægra um sig í dag en í gær, þá orsakast það einungis af hnignandi veldi þeirra, og því, að sós- íalisminn er orðinn að virku og fram- sæknu afli í heiminum. Opíum handa yfirstéttunum Nýlenduveldin hafa seilzt lil áhrifa með ýmsum hætti. Sumstaðar beittu þau vopnavaldi. Annarsstaðar fortöl- um, mútum og trúboðum. Víðasthvar alendingi þessa alls. I Kína var yfir- stéttunum byrlað ópíum — í bókstaf- legum skilningi. Þetta snjallræði var runnið undan rifjum Breta. Þeir höfðu um nokkurra áratuga skeið rekið fremur óhagstæð við- skipti við Kínverja: keypt af þeim te, silki, baðmullarefni, postulín og aðr- ar fullunnar vörur, en neyðst til að greiða þær með reiðufé. Kínverjar töldu sig ekki þurfa á vestrænum iðn- varningi að halda, þeir framleiddu sjálfir allt sem þeir þörfnuðust. Þetta var að sjálfsögðu þyrnir í augum Breta. Raunar var silfrið, sem þeir greiddu fyrir kínverska varning- inn, illa fengið. Upphaflega höfðu ánauðugir indíánar grafið það úr jörð í Mexíkó og Perú; síðan fór það boðleið úr höndum Spánverja til Breta sem greiðsla fyrir negra frá ströndum Afríku er Bretar höfðu rænt; frá Bretum til Indverja fyrir vefnað og krydd; og loks náðu Bretar því aftur úr höndum Indverja sem skattpeningi, þegar þeir höfðu her- numið Indland. En í augum nýlendu- herranna er silfrið silfur hversu blóð- ugt sem það er, og Bretum var annt um að setja undir þennan silfurleka til Kínverjanna. Þá fengu þeir þessa stórsnjöllu hug- mynd: að selja Kínverjum ópíum. Enginn vafi leikur á því, að Bretar hafa verið sér fullkomlega meðvitandi um slægvizku sína þegar þeir sendu fyrsta ópíumfarminn til Kína. Til þessa höfðu Kínverjar ekki viljað nýta neitt sem Bretar framleiddu — 104 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.