Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 27
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA nú skyldu. þeir hinsvegar fá í hendur v 'óru sem þeir gœtu eklci án verið þeg- ar tímar liðu fram. Þessi eiturtegund var enn að mestu ókunn í Kína, en svo vissir voru Bretar um áhrifamátt hennar að þeir hófu að rækta hana í stórum stíl í Indlandi áður en þeir sendu fyrsta farminn til Kína. Stór landsvæði í frjósömustu héruðum norður- og mið-Indlands, þar sem áður höfðu verið ræktaðar matjurtir, voru lögð undir ópíumrækt. Og 1781 hófst ópíumverzlunin. Slægvizka Bretans varð sér ekki til skammar fremur en endranær: brátt reyndist te-, silki- og annar útflutn- ingsvarningur Kínverja ekki nægja til greiðslu á ópíum handa yfirstéttun- um, og silfurstraumurinn tók nú aftur stefnuna heim — til Bretans. Þannig hófst saga vestrænnar íhlut- unar um málefni Kína — á eiturbyrl- un. Það var óneitanlega stílhrein byrjun þeirra glæpaverka er á eftir komu undir yfirskini kristniboðs og frjálsrar verzlunar. Eitt, og aðeins eitt, er hægt að finna þessum samvizkulausa fjármála- lýð til afsökunar: hann flýtti fyrir hruni kínverska keisaraveldisins og þá um leið valdatöku alþýðunnar. En það var raunar óviljaverk sem lengi síðan hefur verið reynt að „bæta fyr- ir“ — og er enn reynt. í 2500 ár hafði gósseigendum tek- izt að halda bændaalþýðunni niðri í fátækt og fáfræði með hjálp keisara- stjórnarinnar. Kínverska þjóðfélagið var stirðnað í lénsskipulagi sem hætt var að þróast; tíminn leið ekki fram- ar, hann stóð kyrr. Miðaldamyrkrið, sem grúfði yfir þessu forna menning- arríki, hafði að vísu verið rofið átján sinnum af rauðum eldum bændaupp- reisna á 2000 ára tímabili, en gósseig- endavaldinu hafði jafnan tekizt að slökkva þá elda; og sama glórulausa myrkrið grúfði yfir alþýðu landsins sem fyrr. (Það er kátbroslegt að lesa ummæli Dean Achesons um orsakir kínversku byltingarinnar í formálanum að fyrr- nefndri skýrslu Bandaríkjastjórnar: „United States relations with China“ — 1949. Hann segir: „Vestræn áhrif og vestrænar hugmyndir eiga annan ríkasta þáttinn í því, hvernig þróunin varð í Kína. í rúm 3000 ár höfðu Kín- verjar búið að sinni eigin hámenn- ingu, að mestu ósnortnir af erlendum áhrifum ... En um miðja 19. öld var hinn óbrotgjarni múr kínverskrar ein- angrunar rofinn af vestrænum ríkj- um. Þessum útlendingum fylgdi uppi- vöðslusemi, óviðjafnanleg tækniþró- un Vesturlanda, og hámenning(!) sem engar fyrri innrásarþjóðir höfðu haft til að bera. Að nokkru vegna þessara eiginleika, og að nokkru vegna úrkynjunar keisaraveldisins, urðu vestrænir menn, í stað þess að drukkna í þjóðahafi Kína, til þess að koma á framfæri hugmyndum sem örvuðu til uppreisnar og óánægju.“ 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.