Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Blaðsíða 29
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA viðaukinn (1843) fólu í sér eflirfar- andi ákvæði: Bætur skyldu greiddar fyrir ópíum- birgðirnar sem Liu Tse-hsiu brenndi — og ópíumverzlunin þannig löggilt; Hongkong skyldi afhent Bretum — og þeir notuðu hana síðan sem mið- stöð hernaðarlegrar, pólitískrar og efnahagslegrar íhlutunar um málefni Kína; Bretar skyldu einnig fá afnot af fimm öðrum kínverskum verzlunar- höfnum — sem þeir drottnuðu brátt yfir og urðu fyrstu vísar erlendu yfir- ráðasvæðanna í kínverskum hafnar- borgum; Bretar skyldu ekki þurfa að hlýða kínverskum lögum, heldur einungis sínum eigin; ákvæði var í samningnum um for- réttindi „uppáhaldsþjóðarinnar“ (most favoured nation) — en það gaf öðrum stórveldum átyllu til samskon- ar forréttindakröfu. Loks skuldbatt keisarastjómin sig til að leggja aldrei meira en 5% inn- flutningstoll á erlendar vörur — og torveldaði þannig þróun kínversks iðnaðrar um langa framtíð. Þegar Bretar höfðu þannig lagt keisarastjórnina að fótum sér flykkt- ust önnur vestræn auðvaldsríki að hinum slegna eins og hýenur að hræi. Fyrstur á vettvang var fulltrúi Banda- ríkjanna, Caleb Cushing. Hann til- kynnti keisarastjórninni með allmikl- um belgingi, að ef hún neitaði að semja af sér landsréltindi til Banda- ríkjanna myndi Bandaríkjastjórn líta á það sem persónulega „móðgun og tilefni styrjaldar“. Cushing tókst að þvinga keisarastjórnina til samninga, í Wangsjá, 3. júlí 1844. Þessi samn- ingur tryggði Bandaríkjunum jafnvel enn meiri hlunnindi en Bretar höfðu knúið fram. Eitt atriði hans er sér- staklega athyglisvert og flettir ræki- lega ofan af hýenueðli bandarískrar heimsvaldastefnu, en það er ákvæðið um að Bandaríkjunum skuli sjálf- krafa falla í skaut öll forréttindi sem önnur stórveldi kunni að ávinna sér í Kína (án tillits til þess með hvaða hætti slík forréttindi vinnast), og þetta skuli jafnt gilda um forréttindi í verzlun, kristniboði, tollamálum og öðrum viðskiptamálum, sem og um lagalega sérstöðu erlendra þegna í Kína. „Þessi samningur,“ segir bandaríski sagnfræðingurinn Tyler Dennett (Americans in eastern Asia, New York 1922), „hafði svo mikla yfirburði yfir þann brezka, að frönsku samningamennirnir tóku liann strax sér til fyrirmyndar.“ „Samningur Cushings var í rauninni mikið fagnaðarefni fyrir smyglar- ana,“ segir hann á öðrum stað. Það eru ævinlega tvær hliðar á hverju máli — og önnur er gjarnan listilega flúruð. Starf kristniboðanna í Kína var í vestrænum blöðum talið göfugmannlegt og fagurt, en í Kína sjálfu var yfirbragð þess annað: 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.