Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR kristniboðarnir reyndust hin ötulustu handbendi nýlenduveldanna sem milligöngumenn við nauðungarsamn- ingana og smyglið. Einn þeirra, dr. Gutzlaff, var erindreki brezka ópíum- firmans Jardines og hlaut að launum ríflegan fjárstyrk til útgáfu kristilegs tímarits sem hann hélt úti. Banda- rísku trúboðarnir Williams, Bridge- man og Parker, sem voru viðstaddir samningana í Wangsjá, ráðlögðu Cushing að setja það á oddinn að Kína yrði að „beygja sig eða brotna". Sama viðbjóðslega skinhelgin og einkennir málflutning Vesturveldanna í dag var notuð til að breiða yfir glæpina. Meðan ópíumstyrjöldin geis- aði fullvissuðu Bretar alla glám- skyggna blaðalesendur Vesturálfu um að ekki væri barizt um ópíum, heldur væru Bretar að reyna að fá Kínverja til að hætta að sporna við framförum og frjálsri verzlun. í stríðslokin spurðu kínversku samningamennirnir sir Henry Pottinger, brezka sendifull- trúann (samkvæmt hans eigin frá- sögn), „hversvegna við (Bretar) vild- um ekki koma heiðarlega fram og banna ópíumrækt á landsvæðum okk- ar til að stemma stigu við þessari verzlun er væri heilsu manna svo hættuleg“. Pottinger viðurkenndi að ópíumviðskiptin væru ódrengileg, en svaraði því til, að brezka stjórnin gæti ekki stöðvað þau — því það væri í „ósamræmi við stjórnarskrá okk- Slíkir voru ávextir hins „vestræna frelsis“: annarsvegar sívaxandi ör- birgð Kínverja, hinsvegar stóraukinn gróði Breta, — um 1850 nam hann rúmum tuttugu hundraðshlutum af öllum árstekjum Breta af Indlandi. Til marks um það að ópíumstyrj- öldin og nauðungarsamningarnir sem henni fylgdu séu ekki löngu fyrndir glæpir, sem nútímaauðvaldið verði ekki sakað um, eru þessar staðrevnd- ir: „Löglegur“ ópíuminnflutningur til Kína hélt áfram linnulaust til ársins 1917; ákvæðið um 5% hámarksinnflutn- ingstoll á erlendar vörur gilti fram til ársins 1928; útlendu sérréttindasvæðin voru við lýði fram til ársins 1942. í rauninni voru kínversk lög aldrei látin ná til út- lendinga fyrr en eftir frelsunina 1949. Að eignast lepp „Stefna Bandaríkjanna hefur mið- azt við það, að hlutast ekki til um innanríkismál Kína. Bandaríkin hafa tekið þá afstöðu, að kínverska þjóðin ætti að fá tækifæri til að koma á hjá sér því stjómarfari, er henni hæfði bezt í veröld nútímans. Bandaríkin hafa einnig leitazt við að hindra, að önnur ríki notfærðu sér innanlands- óeirðir í Kína, sér og öðrum til fram- dráttar ..(United States relations with China, bls. 1). Samningarnir í Nanking og Wang- 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.