Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 31
SAGA VESTRÆNNAR ÍHLUTUNAR í KÍNA sjá voru hvorttveggja í senn: upphaf erlendrar ánauðar, og upphaf hinnar hetjulegu baráttu kínverskrar alþýðu fyrir frelsi sínu. Tæping-uppreisnin hófst sjö árum eftir að samningar keisarastjómar- innar við erlendu ofbeldisseggina voru undirritaðir. Þessi byltingaralda hófst í Kwangsifylki, nálægt landa- mærum Viet-Nam, og dró ekki ein- ungis til sín hina mergsognu kín- versku alþýðu, heldur einnig ýmsa þjóðernism;innihluta sem keisara- stjórnin hafði leikið grátt. Hreyfing- unni óx styrkur með eldingarhraða, og hún teygði fangarma sína að Pek- ing í norðri, Sjanghæ í austri og Tíhethálendinu í vestri. Þessi bylting varð sigursælli en allar fyrri uppreisnartilraunir bænd- anna. Stofnað var sérstakt konung- dæmi á landsvæði hennar (nefndist „Hið himneska konungdæmi friðar- ins mikla“) — og var við lýði í fimmtán ár. Höfuðborg þessa nýja ríkis var Nanking, borgin þar sem keisarastjórnin hafði selt Bretum landsréttindin sjö árum fyrr. Viðbrögð Bandaríkjanna og Bret- lands við Tæping-byltingunni eru ein- kennandi fyrir utanríkisstefnu þess- ara ríkja eim þann dag í dag: 1. Tæping-uppreisnin hlaut mikið lof í vestrænum blöðum, og jafnvel meðal stjórnmálamanna, sem kristileg hreyfing er beindist gegn spillingu og íhaldssemi keisarastjórnarinnar. Al- geru hernaðarlegu hlutleysi var lýst yfir. 2. Jafnframt var reynt að ánetja forsprakka byltingarinnar til þjón- ustu við hagsmuni Vesturveldanna, gegn því að þau hjálpuðu þeim til að ná fullum sigri. 3. Þegar sýnt var að það myndi ekki takast, var beðið átekta í von um að hernaðarátökin myndu lama svo báða aðila, að eftirleikur Vesturveld- anna yrði sem hægastur. 4. Þegar ósigur keisarastjórnarinn- ar var fyrirsjáanlegur voru bágindi hennar notuð til að svipta hana síð- ustu leifum sjálfsvirðingar sinnar og gera hana að fullkomnu handbendi Vesturveldanna. 5. Jafnframt gjörbreyttist málflutn- ingur og ritháttur vestrænna ríkis- stjóma og blaða: Tæping-uppreisnar- menn voru ekki lengur nefndir kristi- legir umbótasinnar, heldur var þeirn úthúðað sem „stjórnleysingjum“ og „guðlösturum“, sem villtu á sér heim- ildir með því að bera fyrir sér merki Krists. Keisarastjórnin, sem skömmu áður hafði verið borin á brýn íhalds- semi, spilling og heiðni, var nú lofuð hástöfum sem vörður friðar, réttlætis — og viðskipta. Að baki þessara pólitísku veðra- brigða fólst ein meginhugsun, sem kemur skýrt fram í ummælum The North American Review um Hung Hsiu-sjúan, foringja Tæping-upp- reisnarinnar, í júlí 1854: 109

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.