Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR árás á kínverska ílotann, án þess að lýsa fyrst yfir styrjöld (fordæmi sem kom hvatamönnum styrjaldarinnar sjálfum í koll tæpri hálfri öld síðar: skyndiárás Japana á Pearl Harbour). Eftir tveggja mánaða bardaga sigr- uðu þeir kínverska herinn við Pjong- jang og hröktu leifar hans yfir Jalu- fljótiö. Þeir gerðu einnig innrás í sjálft Kína, og í janúar 1895 settist kínverska stjórnin enn að samninga- borði. Friðarsamningarnir veittu Jap- önum full umráð yfir Formósu og Fiskimannaeyjum, og auk þess hlutu þeir 400 milljón silfurlóð í vikalaun, sem Kínverjar urðu sjálfir að greiða — sem stríðsskaÖabætur. Það er ekki einungis tilviljun sem ræður því, að staðanöfn og atburðir þessarar styrjaldar rifja svo margt upp fyrir okkur um stjórnmálasögu nútímans: 38. breiddarbaugur, Pjong- jang, Jalufljótið, skyndiárás Japana á flotann, Formósa. Sömu öfl voru þar að verki — með nokkurnveginn sömu markmið fyrir augum — og ritað hafa með blóði þessi sömu staðanöfn og atburði í minni okkar nútíma- manna síðustu áratugina. Bandarísk og japönsk stjórnarvöld byrjuðu að ræna Kína í sameiningu löngu áður en japönsku leigumorðingjarnir reyndu að losa sig við forsjá yfirboð- ara síns og verða einir um hituna. Þegar Bandaríkin höfðu aftur náð undirtökunum eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar og hófu að endurvíg- búa japönsku hernaðarsinnana, voru þau að hefja gamla refskák við ný skilyrði. En ef til vill er það tilviljun að bandaríski sendiherrann í Kína, sem hjálpaÖi Japönum að leggja drögin að friðarsamningunum, hét John Foster og var afi Johns Fosters Dulles sáluga. En ef það er tilviljun — þá er hún táknræn ... Eftir uppgjöf keisarastjórnarinnar fyrir Japönum gengu Vesturveldin á lagið og neyttu veikleika hennar til að hreiðra enn betur um sig í Kína. í fyrsta lagi notfærðu þau sér hin fornu samningsákvæði um „sérstöðu uppá- haldsþjóðanna“, er veitti þeim rétt til að krefjast sömu hlunninda og Japan- ir hlutu samkvæmt friðarsamningun- um: að mega setja upp erlendar verk- smiðjur á kínversku landi. I öðru lagi beittu þau tangarhaldi sínu á keisara- stjórninni til að leggja undir sig heil landsvæði til undirbúnings algerri sundurlimun ríkisins. Þýzkaland notaði morð tveggja kristniboða sem átyllu til að helga sér eina stærstu hafnarborg og herskipa- lægi í Norður-Kína, Tsingtao, og gerði auk þess nauðungarsamning við stjórnina um „leigu“ á Shantung- skaga til 99 ára (fram til 1997. — Aftur minna fornir atburöir á nú- tímasöguna: tilmæli Bandaríkja- manna við okkur íslendinga 1946 um leigu íslenzks lands undir herstöðvar — til 99 ára!). 112
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.