Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Side 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR árás á kínverska ílotann, án þess að lýsa fyrst yfir styrjöld (fordæmi sem kom hvatamönnum styrjaldarinnar sjálfum í koll tæpri hálfri öld síðar: skyndiárás Japana á Pearl Harbour). Eftir tveggja mánaða bardaga sigr- uðu þeir kínverska herinn við Pjong- jang og hröktu leifar hans yfir Jalu- fljótiö. Þeir gerðu einnig innrás í sjálft Kína, og í janúar 1895 settist kínverska stjórnin enn að samninga- borði. Friðarsamningarnir veittu Jap- önum full umráð yfir Formósu og Fiskimannaeyjum, og auk þess hlutu þeir 400 milljón silfurlóð í vikalaun, sem Kínverjar urðu sjálfir að greiða — sem stríðsskaÖabætur. Það er ekki einungis tilviljun sem ræður því, að staðanöfn og atburðir þessarar styrjaldar rifja svo margt upp fyrir okkur um stjórnmálasögu nútímans: 38. breiddarbaugur, Pjong- jang, Jalufljótið, skyndiárás Japana á flotann, Formósa. Sömu öfl voru þar að verki — með nokkurnveginn sömu markmið fyrir augum — og ritað hafa með blóði þessi sömu staðanöfn og atburði í minni okkar nútíma- manna síðustu áratugina. Bandarísk og japönsk stjórnarvöld byrjuðu að ræna Kína í sameiningu löngu áður en japönsku leigumorðingjarnir reyndu að losa sig við forsjá yfirboð- ara síns og verða einir um hituna. Þegar Bandaríkin höfðu aftur náð undirtökunum eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar og hófu að endurvíg- búa japönsku hernaðarsinnana, voru þau að hefja gamla refskák við ný skilyrði. En ef til vill er það tilviljun að bandaríski sendiherrann í Kína, sem hjálpaÖi Japönum að leggja drögin að friðarsamningunum, hét John Foster og var afi Johns Fosters Dulles sáluga. En ef það er tilviljun — þá er hún táknræn ... Eftir uppgjöf keisarastjórnarinnar fyrir Japönum gengu Vesturveldin á lagið og neyttu veikleika hennar til að hreiðra enn betur um sig í Kína. í fyrsta lagi notfærðu þau sér hin fornu samningsákvæði um „sérstöðu uppá- haldsþjóðanna“, er veitti þeim rétt til að krefjast sömu hlunninda og Japan- ir hlutu samkvæmt friðarsamningun- um: að mega setja upp erlendar verk- smiðjur á kínversku landi. I öðru lagi beittu þau tangarhaldi sínu á keisara- stjórninni til að leggja undir sig heil landsvæði til undirbúnings algerri sundurlimun ríkisins. Þýzkaland notaði morð tveggja kristniboða sem átyllu til að helga sér eina stærstu hafnarborg og herskipa- lægi í Norður-Kína, Tsingtao, og gerði auk þess nauðungarsamning við stjórnina um „leigu“ á Shantung- skaga til 99 ára (fram til 1997. — Aftur minna fornir atburöir á nú- tímasöguna: tilmæli Bandaríkja- manna við okkur íslendinga 1946 um leigu íslenzks lands undir herstöðvar — til 99 ára!). 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.