Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 47
GUÐSBARNALJOÐ Þegar þessi veröld þessi fagra veröld reynist grá og grimm þá er gott að geta gist hjá Dimmalimm. 4 Svo leikum við okkur við lífið í ljósi hins sjöunda dags og Guð verður fullur af gáska og gljúpur sem vax. Hann hlær er við hoppum um garðinn við himinblíð fagnaðaróp og sólundum ástinni ungu á allt sem hann skóp. Og kóngurinn litli hann ljómar er leiðir hann augum þitt blað: þar situr hans drottning með silki og saumar í það. Hún baldýrar stjörnurnar bláu sem bruna um þrotlausan geim og konuna og manninn sem koma að kvöldlagi heim. Loks sofnum við þreyttir og sælir við sönginn frá upprunans lind og látum það ósagt hvort lífið er ljóð eða mynd. 125

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.