Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Síða 48
HERMANN HESSE Skáldið FRÁ því er sagt, að kínverska skáldið Han Fook hafi í æsku sinni verið hald- inn undarlegri löngun til að tileinka sér allt og fullkomna sig í öllu, sem að einhverju leyti kom ljóðlistinni við. A meðan hann bjó heima hjá sér við Gula fljótið, hafði hann að eigin ósk og með aðstoð foreldra sinna, sem unnu honum mjög, heitbundizt stúlku af góðu fólki, og átti nú að halda brúðkaup þeirra einhvern happasælan dag. Han Fook var þá um tvítugt, fríður ungling- ur, hógvær, siðprúður og lærður, og hann var þrátt fyrir æsku sína þegar orð- inn kunnur fyrir mörg ágæt kvæði meðal bókmenntamanna í heimahögum sínum. Án þess að hann væri beinlínis auðugur, átti hann í vændum eignir, sem nægja mundu honum til lífsviðurværis og mundu fara vaxandi með heimanmundi brúðarinnar, og þar sem þessi unga stúlka þar á ofan var bæði fögur og dygðum prýdd, virtist hinn ungi maður eins hamingjusamur og framast varð á kosið. Samt varð hann ekki alveg ánægður því að hann ól með sér þann melnað að verða fullkomið skáld. Þá vildi svo til kvöld eitt, er haldin var blyshátíð niður við fljótið, að Han Fook reikaði hinummegin á fljótsbakkanum. Hann hallaði sér upp að tré, sem teygði sig út yfir vatnið, og hann sá þúsundir ljósa speglast í vatnsfletinum og karla og konur og ungar stúlkur á bátum og fleytum kastast á kveðjum, búnar sínu fegursta skarti eins og blóm á vordegi; hann heyrði lágan nið fljóts- ins, heyrði söngkonurnar, hörpuleikinn og hina blíðu tóna flautunnar, og yfir öllu þessu sveif bláleit nóttin eins og musterishvelfing. En hjarta unglingsins fór að slá hraðar þegar hann, einmana áhorfandi með sínar eigin hugdettur, virti fyrir sér alla þessa fegurð. En hversu mjög sem hann langaði til að fara yfir um til hinna og taka þátt í hátíðinni með unnustu sinni og vinum, þá var þó sú löngun hans miklu sterkari að njóta alls sem hrifnæmur áhorfandi, og endurspegla það í fullkomnu ljóði: bláma næturinnar, leik ljósanna á vatninu og einnig gleði þátttakendanna og þrá hins hljóða áhorfanda, sem lýtur út yfir bakkann við stofn trésins. Hann fann, að öllum skemmtunum og lystisemdum 126
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.