Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 49
SKÁLDIÐ þessa heims mundi aldrei takast að fullnægja þrá hjarta hans, að mitt í hring- iðu lífsins mundi hann vera einmana og á vissan hátt framandi áhorfandi. Og hann fann að sál hans, alein á meðal margra annarra, var þannig gerð að hann hlaut að skynja fegurð heimsins og dulda þrá hins framandi manns. Og hann varð dapur í bragði og hann hugsaði mikið um þessa hluti. og hugsun hans beindist að því, að honum hlotnaðist aldrei sönn hamingja og djúp fullnæging, nema honum tækist einhvern tíma að endurspegla heiminn svo fullkomlega í ljóðum sínum, að hann öðlaðist hann þar í tærri og ófor- gengilegri mynd. Han Fook vissi varla, hvort hann hafði fest blund eða var enn vakandi, þeg- ar hann heyrði lágt skrjáf og sá ókunnugan mann standa við tréð, gamlan mann í fjólubláum fötum, æruverðugan á svip. Hann rétti úr sér og heilsaði honum á þann hátt sem hæfir öldungum og tignum mönnum, en hinn ókunni brosti aðeins og mælti fram nokkur fögur erindi, ort samkvæmt ströngum regl- um stórskáldanna, sem voru svo fullkomin tjáning þess, sem hinn ungi maður hafði skynjað rétt áður, að hjarta unglingsins hætti að slá af einskærri undrun. „0, hver ert þú?“ sagði hann um leið og hann hneigði sig djúpt. „Þú getur skyggnzt inn í sál mína og yrkir fegurri ljóð en ég hef nokkurn tíma fengið að heyra hjá kennurum mínum?“ Hinn ókunni brosti eins og hinir fullkomnu brosa en engir aðrir og mælti: „Ef þú vilt verða skáld, kom þá til mín. Þú munt finna kofa minn við upptök hins mikla fljóts í fjöllunum í norðvestri. Ég heiti meistarihins Fullkomna orðs.“ Að svo mæltu gekk öldungurinn inn í mjóan skugga trésins og var sam- stundis horfinn, og Han Fook, sem leitaði hans árangurslaust, var sannfærður um að sig hefði dreymt þetta, af því að hann var þreyttur. Hann skundaði til bátanna og var viðstaddur hátíðahöldin, en innan um samtölin og flautuhljóm- ana heyrði hann jafnan hina leyndardómsfullu rödd hins ókunna og sál hans virtist horfin á braut með öldungnum, því að hann sat framandi og annars hug- ar meðal hinna glöðu, sem héldu að hann væri svona ástfanginn og stríddu honum með því. Fám dögum síðar stefndi faðir Han Fooks til sín vinum sínum og ættingjum, því að nú átti að ákveða brúðkaupsdaginn. En brúðguminn var því mótfallinn og sagði: „Fyrirgef mér, faðir, ef ég er þér ekki hlýðinn eins og góðum syni ber að vera. En þú veizt, hve mjög mig langar til að skara fram úr í ljóðlistinni og enda þótt sumir vinir mínir Ijúki lofsorði á kvæði mín, þá er mér sjálfum fullljóst að ég er ennþá byrjandi og skammt á veg kominn. Því bið ég þig, leyf 127

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.