Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 62
Erlend tímarit RÖDD KÚBU Bandarískur prófessor í félagsfrœði viS Columbia háskóla, C. IP'right Mills, dvaldist á Kúbu í ágústmánuSi í jyrra og kynnti sér náiS byltinguna þar. Hann dvald- ist þrjá daga meS Castro, átti viStöl viS marga embœttismenn og talaSi viS hundruS Kúbumanna á ferSum sínum um þvera og endilanga eyjuna. Heimkominn skrifaSi hann bók um bylt- inguna. Bókin heitir „Listen, Yankee". ÁS- ur en hún kom út birtist grein eftir Mills í desemberhefti Harper’s Magazine meS sama nafni og var hún einn kafli úr bókinni. Greinin flytur ekki orS Mills sjálfs, það er rödd Kúbu sem talar og hún beinir máli sínu til bandarisku þjóðarinnar, sem höf- undurinn telur, að sé átakanlega ófróS um ástandið í þessu litla nágrannaríki. I að- faraorðum segir höfundurinn m. a.: „Grein þessi flytur orð þeirra byltingar- manna, sem ég átti tal við og endurspeglar hugarástand þeirra. En hún er ekki aðeins um Kúbu. Því að rödd Kúbu sem nú heyrist er rödd hinna hungruðu þjóða, og rödd kúb- önsku byltingarinnar talar nú hátt og skýrt — í nafni margra þessara þjóða. Þjóðimar að baki þessarar raddar — í Asíu, Afríku og Suðurameríku — eru að fá málið; þær kenna þrótt sinn í einskonar ofsa sem þær hafa aldrei þekkt fyrr. Sem þjóðir eru þær ungar. í augum þeirra er heimurinn nýr. Einu gildir hverjar skoðanir ykkar eru; einu gildir hverjar skoðanir mínar eru — rödd Kúbu verður að ná eyrum bandarísku þjóðarinnar, því að Bandaríkin eru of vold- ug, ábyrgð þeirra gagnvart heiminum og sjálfum sér of mikil til þess að hún megi skella skolleymm við neinni rödd sem talar máli hinna hungruðu þjóða heims. Aðalmarkmið mitt er að flytja rödd kúb- önsku byltingarinnar; ég hef sett mér þetta mark af því að þessi rödd er svo átakanlega fjarri í þeim fréttum frá Kúbu sem nú heyr- ast í Bandaríkjunum. Hún mun ekki færa yður „allan sannleikann um Kúbu“ eða „hlutlægt mat á kúbönsku byltingunni“. Ég held það sé á einskis manns færi að kveða upp slíkan dóm nú. Hann verður að bíða síns tíma. Mitt verk hefur verið að spyrja nokkurra brýnna spuminga og leita eins margra svara við þeim og eins víða og mér var unnt. Að þessum skýringum loknum vil ég bæta því við, að allt það sem satt kann að vera og gagnlegt í þessari grein er meira að þakka því láni sem veitti mér hlutdeild í reynslu Kúbumanna sem staðið höfðu í miðri hring- rás atburðanna og færði mér trúnað þeirra, heldur en hæfileikum mínum. Eftir að mér hafði hlotnazt trúnaður þeirra, voru þeir óðfúsir að tjá mér allan hug sinn. Sá trún- aður var mér ekki veittur vegna skoðana minna á málstað þeirra eða byltingunni, heldur blátt áfram vegna kynna þeirra af bókum mínum. I þessum skrifum mínum um Kúbu hef ég reynt að láta ekki áhyggjur mínar vegna Kúbu — og vegna Bandaríkjanna — hafa 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.