Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 65
ERLEND TIMARIT ina var sú tala korain upp í þriðjung. Gjör- spilltir kúbanskir stjómmálamenn og hinir fjarlægu auðmenn okkar, þeir fundu hverj- ir að'ra. Stjómmálamenn okkar voru leigu- þý; auðkýfingar ykkar vom heiðarlegir kaupsýslumenn í New York sem leigðu þý- in og högnuðust vel á því. Og við Kúbu- menn? Við vorum þjónar beggja. Við réð- um engu um líf okkar og örlög. Þau vom ráðin í skrifstofum forstjóranna á Manhatt- an. Og við þekktum ekki einu sinni þessa menn. Við sáum þá aldrei. Rétt fyrir byltinguna réðu þessir menn í forstjóraskrifstofunum á Manhattan yfir meira en 90% af rafmagni okkar og síma- kerfi; um helmingi járnbrautanna; um 40% af sykurplantekrum landsins; og næstum því allri olíunni. Tveir þriðju af innflutn- ingi okkar fóm um hendur þeirra. Og Kúbustjórn? — jú, ríkisstjórn ykkar og auðfélög höfðu hönd í bagga með henni og stjómuðu henni stundum alveg. Stund- um er sannleikurinn einfaldur: þeir sem stjórnuðu okkur voru flestir duglausir harð- stjórar, sníkjudýr — og oft, einkum síðustu árin, blóðidrifnir böðlar. Fulgencio Batista hrifsaði völdin í hem- um 1933, og um leið stjórn landsins. Stjóm ykkar „viðurkenndi" nærri strax stjóm hans sem löglega stjórn landsins. Banda- ríkjamenn tóku ekki í taumana þá, og Bat- ista stjórnaði okkur með hervaldi í tíu ár. Og enn á ný, árið 1952, eftir að stríð hinna frjálsu þjóða hafði verið farsællega til lykta leitt, kom Batista aftur til valda. Og brátt hófst hið mikla blóðbað hans. Áður en við hröktum Batista frá völdum seint á árinu 1958 hafði þessi böðull og glæpalýður hans, sem þjálfaðir vom af hemaðarsendinefnd- um ykkar og búnir bandarískum vopnum, myrt um 20.000 Kúbumenn. Á máli Batista var hver, sem var á móti honum, hver sem kvartaði opinskátt um nokkuð, kommúnistasvín. Og svar hans var alltaf hið sama: pyndið þá, aflimið þá, og drepið þá alla. Guð einn veit hve margir karlmenn og drengir vom geltir í Havana einni. Og þegar konum var nauðgað, voru menn þeirra látnir horfa á það. Og við- kvæðið var alltaf hið sama: „Kommúnista- svínin, þeir ætla sér að kollvarpa litla, fyrir- myndar lýðveldinu okkar.“ I fjögur og hálft ár, meðan þessu fór fram — okkur finnst eins og það hafi allt gerzt í gær — seldi stjóm Eisenhowers og Nixons þessum glæpamanni og einræðis- lierra sprengjur og herflugvélar, skotfæri og byssur. Viðkvæðið var, að þetta væri gert til að styrkja vamir Vesturálfu. En vopnin voru notuð til að drepa Kúbumenn. Þetta er ein af ástæðunum til þess að það fer hrollur um okkur Kúbumenn í hvert skipti sem við heyrum talað um „varnir Vestur- álfu“. Og sendiherrar ykkar — heyrið nöfn þeirra og biðjið þeim bölbæna — Arthur Gardner og Earl E. T. Smith — sögðu þeir ykkur hvað var að gerast? Sögðu þeir ykk- ur frá hinum hryllilegu glæpaverkum, eða létu þeir sér nægja að fylgjast með sykur- verðinu? Sögðu blöð ykkar, útvarp ykkar og sjónvarp ykkar frá því hvernig banda- rískar sprengjur vom notaðar til að drepa þúsundir Kúbumanna í borginni Cienfuegos í september 1957? Sögðu þau ykkur, að skömmu eftir þessar loftárásir hefði banda- ríski flugherinn sæmt Batistahershöfðingj- ann, sem stjómaði árásunum, heiðursmerki sínu? Og hafi ykkur verið sagt þetta, hvað gerðuð þið þá? Ef við Kúbumenn höfum „farið út í öfg- ar“, þá má segja hið sama um ykkur. í við- skiptum okkar hefur gætt öfga á báða bóga. Það hallast naumast á um svívirðingamar, sem þjóðirnar hafa prentað hvor um aðra í 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.