Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 67
ERLEND TÍMARIT hatri hafa borizt til daufra eyma ykkar. En nokkrar þó, og fleiri munu berast. MuniS þið eftir því þegar varaforseti ykk- ar fór í vinaheimsókn til Suðurameríku fyr- ir tveim árum? f mörgum löndum voru hrópuð háðsyrði til Nixons og fylgdarliðs hans, og spumingarnar sem lagðar voru fyr- ir hann urðu sífellt nærgöngulli. f Caracas, höfuðborg Venezúela, þar sem fólkið er fá- tækt en landið auðugt að olíu, var kastað að honum steinum á stærð við melónur; ráðizt var á bíl hans. Seinna um daginn tvístraði her Venezúela mótmælagöngu „með byssustingjum og táragasi“. Eftir þetta voru sjóliðar og fallhlífahermenn sendir til bandarískra bækistöðva við Kar- íbahaf. Mörg svipuð atvik hafa gerzt, og hafa fréttir borizt af sumum, en öðrum ekki. En um vorið og sumarið 1960 fór árangurinn af því sem þið hafið gert og látið ógert að koma í Ijós á næsta áhrifaríkan hátt. í Suð- urkóreu, á Formósu, Ókinava og í Japan. Og er þó ekki allt talið. En af hverju erum við að skella skuldinni á ykkur fyrir allt þetta? Fyrst og fremst af því hve voldugir þið eruð, eins og við höf- um þegar gert. Með því valdi sem ykkur er gefið verður aðgerðaleysi ykkar í reynd- inni athöfn. Skiljið þið það ekki? Þið emð nú skotspónn þessara vandræða og þessa haturs. Það var ekki tilviljun sem réð því að hatur þessara tugmilljóna manna beind- ist að ykkur Bandaríkjamönnum. Þeir höfðu ýmsar ástæður til þess — sumar kannski óréttmætar — en hafið þið nokk- urn tíma fengið að vita hverjar ástæðumar vom? Hafið þið nokkurn tíma reynt að komast að því? Innan skamms munu afleiðingar alls þess sem þið látið ógert, alls staðar meðal hungr- aðra þjóða, koma enn betur í ljós. En munu þær verða nógu greinilegar til þess að draga athygli ykkar frá umhugsuninni um eigin málefni? Það er örlagarík spuming fyrir okkur Suðuramerfkumenn. Hún er einnig örlagarík fyrir sögu mannkynsins — nú og í framtíðinni — sögu sem við eigum allir hlutdeild í hvort sem okkur líkar betur eða verr. En, Bandaríkjamenn, þarf þetta að vera svona? Er það ekki á ykkar valdi að breyta þessu? Að einhverju leyti að minnsta kosti? Um leið og þið hugleiðið það biðjum við ykkur að hafa þetta í huga: Þið megið ekki halda að við höfum glat- að mannlegu stolti okkar þó að við höfum verið fátækir. Þið megið ekki halda að við höfum glatað öllum mannlegum virðuleik, sæmd og baráttuvilja. Ef þið gerið ykkur þetta ekki Ijóst, ])á munum við öll eiga mikla erfiðleika í vændum. Sjáið þið ekki, að um allan heim eru að gerast atburðir, sem krefjast þess að þið hugsið, kennið til og bregðizt við. Okkur Kúbumönnum er það ekkert fagnaðarefni, að við skulum hafa orðið miðdepill kalda stríðsins í Karíbahafi. Við höfum enga ást á kalda stríðinu — sama hvar er í heimin- um — hver hefur það raunar? Við viljum ekki verða Ungverjaland Vesturálfu — hver vill það? En við fögnum því, hljótum að fagna því, að loks er nú hafizt handa á Kúbu um margt það sem gera þurfti. Og hvað getum við svo sagt við ykkur, að þið megið skilja? Getum við sagt: gerið ykkur ljósa angist okkar og kvöl, vonir okkar og þrár? Ef þið gerið það, mun það hjálpa ykkur til að skilja hvað er að gerast í heiminum. Takið Kúbumálið sem prófmál — sem prófstein á það hvernig þið eigið að bregðast við þeg- ar byltingar brjótast út í öðrum hungruðum löndum heims. Notið Kúbumálið til sjálfs- prófunar. Og komizt til skilnings á því hvað TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAH 145 10

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.