Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Qupperneq 70
Umsagnir um bækur Jón Guðnason: Mannkynssaga 1789—1848 Mál og menning. Reykjavík 1960. Ú er liðinn meira en áratugur síðan Mál og menning hóf útgáfu á miklu riti um mannkynssögu. Þá komu út tvö fyrstu bindi ritsins, sem voru skrifuð af Ásgeiri Hjartarsyni. Rit Ásgeirs um sögu fornaldar- innar eru meðal hins allra bezta, sem skráð hefur verið um almenna sagnfræði á ís- lenzka tungu. Fer þar saman mikil þekking á efninu og listrænn stíll. Enda er það svo, að þessi rit Ásgeirs hafa hlotið almennar vinsældir. Jón Guðnason cand. mag. hefur nú tekið upp þráðinn að nýju. Rit hans tekur þó ekki við, þar sem sögu Ásgeirs sleppir, heldur fjallar hún um tímabilið frá 1789 til 1848. Það er ekki heiglum hent að taka við, þar sem svo glæsilega var af stað farið. Og Jón er ekki stílsnillingur á borð við Ásgeir. Stfll hans er viðfelldinn, skýr og látlaus, en hann hættir sér ekki út í nein veruleg list- ræn tilþrif, enda er slíkt á fárra færi. Síðan Ámi Pálsson hvarf af sviðinu hefur ekki öðrum íslendingum en þeim Ásgeiri Hjart- arsyni og Sverri Kristjánssyni tekizt að rita á iistrænan hátt um erlenda sagnfræði. — Það er mikill fengur að þessu sagnfræðiriti Jóns Guðnasonar. Það er varla hægt ógrát- andi á það að minnast, hve lítið hefur verið ritað á íslenzka tungu um almenna sögu á 20. öldinni. Síðan rit Páls Melsteðs komu út á síðari hluta 19. aldar hafa engin yfir- litsrit um mannkynssögu verið gefin út á ís- landi að stuttum kennslubókum undanskild- um. Rit Páls urðu mjög vinsæl af íslenzkri alþýðu, og áhrifa þeirra gætti langt fram á þessa öld. Þau em skemmtileg aflestrar og rituð af mikilli frásagnargleði, en sem sagn- fræðirit eru þau bam sinna tíma. Þau eru að langmestu leyti persónusaga og styrjalda- saga, en lítið er þar rætt um atvinnuhætti og þjóðfélagsmál. Það var orðin brýn nauð- syn að fá á íslenzku yfirlitsrit um mann- kynssöguna út frá sjónarmiðum nútíma sagnfræði. Rit Jóns fjallar um örlagaríkt tímabil í mannkynssögunni, stjómarbyltinguna miklu í Frakklandi og umbrotatímana á fyrri hluta 19. aldar, þegar hin örtvaxandi borg- arastétt var að sigrast á einveldinu og leif- um lénsskipulagsins. Höfundurinn hefur hinn atvinnulega og þjóðfélagslega grund- völl atburðanna ávallt í huga, en þó eru í bókinni margar skemmtilegar persónulýs- ingar og örstuttar ævisögur. Ég nefni sem dæmi hina ágætu smámynd af Mettemich. Kaflinn um frönsku byltinguna er mjög svo ýtarlegur, og hafa þeim atburðum ekki áður verið gerð svo rækileg skil á íslenzku. Beztur þykir mér inngangskaflinn um ástandið í Frakklandi fyrir byltinguna. Ekki finnst mér höfundur berja nógu ræki- lega niður hina gömlu og lífseigu þjóðsögu um eldrauða róttækni Robespierres, þó að 148
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.