Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1961, Page 71
UMSAGNIR UM BÆKUR hann segi auðvitað' réttilega, að hann hafi verið fulltrúi borgarastéttar, en ekki verka- lýðs. Það mega heita undarlegir duttlungar örlaganna, að þessi penpíulegi, þröngsýni og að mörgu leyti íhaldssami smáborgari, skuli hátt á aðra öld hafa verið átrúnaðar- goð róttækra manna og grýla á íhaldsmenn um allan heim. Þá má ég heldur biðja um Danton sem byltinguna holdi og blóði klædda. Mikið er að græða á kaflanum um iðn- byltinguna miklu og afleiðingar hennar. Er sá kafli ágætlega saminn, enda hafði Jón kynnt sér þetta efni mjög rækilega þegar á háskólaárum sínum, en aðalritgerð hans í mannkynssögu fjallaði um Chartistahreyf- inguna í Bretlandi, sem átti rætur sínar að rekja til þess umróts í þjóðfélaginu, sem iðnbyltingin olli. Iðnbyltingin er efni, sem ekki er vanþörf á að gera rækileg skil, en iðnvæðing sú og tæknibylting, sem hófst með henni, er undirstaða allrar þjóðfélags- þróunar fram á þennan dag. Hún olli mestu aldahvörfum, sem nokkru sinni hafa orðið í sögu mannkynsins, frá því er sögur hófust. Skemmtilegt er að fá þarna glögga frá- sögn af þrælauppreisninni á Haiti á síðasta áratugi 18. aldar, en þeim atburðum er nú lítt á loft haldið. Hér heyja þrælarnir sjálf- um sér frelsi, og flýtti sú barátta eflaust fyrir afnámi þrælahalds almennt. í þessu sambandi má geta þess, að það er nú flest- um gleymt, að Miþradates, konungur í Pontos í Litlu-Asíu, hóf baráttu fyrir afnámi þrælahalds í ríki sínu þegar á fyrstu öld fyrir Krist. Enn lifa alls konar vafasamar þjóðsögur um Miþradates góðu lífi, en þessi merkilega viðleitni hans er nær alveg gleymd. Bók Jóns lýkur á kafla um bókmenntir og listir þessa tímabils, og er margt á honum að græða. Gott er að sjá, að Daumier gamla er ekki gleymt, en vafasamt er, að nokkur myndlistarmaður fyrr né síðar hafi haft önnur eins áhrif á samtíð sína og hann, þessi maður, sem að lokum mun hafa dáið úr hungri og hor. Þessi bók Jóns Guðnasonar er merkileg- ur skerfur til íslenzkra sagnfræðibók- mennta, og vonandi á hann eftir að vinna mörg slík verk önnur á þeim vettvangi. Ólafur Hansson. Helgi Hálfdanarson: Undir haustfjöllum Ljóðþýðingar. Heimskringla, Reykjavík 1960. ftir Ilelga Hálfdanarson hafa áður birzt tvenn söfn ljóðþýðinga (Handan urn höf 1953 og A hnotskógi 1955), auk þess þýðingar á sex leikritum Shakespeares. Nú hefur Helgi enn sent frá sér ljóðþýðingar, Undij haustfjöllum (110 bls.). Þetta þriðja safn hans á flest sammerkt með hinum fyrri: tætingslegt val ljóða úr flestum heimshornum án nokkurrar megin- stefnu, sem gæfi bókinni meiri festu og jafn- framt aukið gildi; hér má finna bæði mjög vel gerðar þýðingar og miður heppnaðar; of mikið er um léttvægan skáldskap, sem varla er samboðinn liæfileikum þýðandans. Ilelgi Hálfdanarson hefur þegar sýnt með Shakespeare-þýðingum sínum, að hann er með alsnjöllustu þýðendum, sem við höfum eignazt. Þar með er ekki sagt, að honum sé jafnsýnt um allan skáldskap. Á ljóð er hann vissulega mistækur, sem m. a. mun stafa af misjöfnum skilningi hans og af- stöðu til ljóðanna. Hann er mikill formsnill- ingur í hefðbundnum stfl og ágætlega orð- hagur, þótt stundum bregðist honum smekk- vfsi og úr verði innantóm orðgleði. Bókin Undir haustfföllum geymir 158 149

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.